Ég er dálítið á síðustu stundu týpa og er því ekki byrjuð að pakka inn jólagjöfunum né skrifa jólakortin. Ég er hinsvegar búin að kaupa pappírinn og var að sækja kortin úr prentun og er því tilbúin í slaginn á eftir þegar að sonurinn tekur lúrinn sinn, ég er reyndar með hrikalega langan lista af hlutum sem eiga að komast í verk á þessum 1-2 klukkustundum sem lúrinn varir. Það er nóg að gera svona korter í jól og ég er sífellt að minna mig á vera ekki að stressa mig, helst langar mig til að sitja á kaffihúsi í allan dag í rólegheitum og fletta tímaritum og kaupa mér kannski eins og eina jólaflík, sjáum hvort að það gerist:)
Ég vona að þið eigið alveg hrikalega góðan dag og náið að drekka í ykkur jólin svona áður en að þau skella á af fullum krafti á morgun:)
Jólakveðja, Svana
Skrifa Innlegg