Þá er aðaljólagjafalistinn loksins tilbúinn, en að mínu mati er jólagjöfin fyrir barnið aðalgjöfin sem fer undir jólatréð í ár. Ég er þó ekki enn búin að ákveða hvað hann Bjartur minn eigi að fá, ég ætlaði fyrst að kaupa leikeldhús í Ikea og breyta því en svo varð það uppselt, þá var hugmynd tvö að búa til langþráð leiktjald í herbergið hans en alltí einu finnst mömmunni aðeins of lítill tími til að ná slíku föndri fyrir jól. Draumurinn var einnig að pabbinn myndi smíða húsgagn í herbergið, sjáið til markið er alltaf sett mjög hátt þegar kemur að þessum krílum, en svo endar þetta líklega í háværu og blikkandi dóti úr dótabúð korter í jól. Nema ég fari eftir þessum fallega lista hér að neðan… Einhvernveginn finnst mér ég þurfa að vera sú sem gef eitthvað eigulegt og fallegt og helst eitthvað sem endist í mörg mörg ár, ég veit að hann fær nóg af dóti frá öllum öðrum:)
1. Bangsahöfuð á vegg er eitthvað sem sonur minn á reyndar en mér fannst það þó eiga heima á þessum fína lista, 12.890 kr. Petit. // 2. Hani, krummi, hundur, svín. Falleg íslensk hönnun, ég væri mikið til í að eiga svona fallegan snaga frammi á gangi undir útifötin hans Bjarts. 12.750 kr. Epal. // 3. Falleg rúmföt frá By Nord, 8.800 kr. Epal. // 4. Stafaplakat eftir Heiðdísi Helga, 5.990 kr. Petit og í gallerí Heiðdísar á Strandgötu í Hafnarfirði. // 5. Mögulega krúttlegasti kollur í heimi? 44.900 kr. Epal. // 6. Bækurnar hennar Bergrúnar Írisar eiga helst skilið sérfærslu svo fallegar eru þær og þær hafa verið dásamaðar af öllum sem lesa þær fyrir börnin sín. Viltu vera vinur minn er nýjasta bókin í safnið og munu án efa fleiri bætast við í framtíðinni enda Bergrún Íris snillingur með meiru. Bækurnar eru klassískar sem og dásamlega fallega myndskreyttar. -Fást í flestum bókaverslunum. // 7. Krúttlegt plakat frá Baby North, 7.900 kr. Snúran. // 8. Leiktjald í barnaherbergið, 20.900 kr. Petit. // 9. Lego geymslukubbar eru klassík fyrir barnaherbergið, þægilegt að stafla og til í fullt af litum, frá 3.400 kr. Epal. //
Vonandi hjálpar þetta ykkur smá við jólagjafahugmyndir, er eitthvað sem ég er að gleyma? Bara 7 dagar til jóla!
Skrifa Innlegg