Ég er aðeins búin að vera að gæla við jólin undanfarna daga (lesist: vikur) og er byrjuð að taka saman jólagjafahugmyndir ásamt því að undirbúningur er hafinn á árlega jólagjafaleiknum hér á blogginu. Ég reyni þó að hafa ekkert of hátt um það þar sem að það eru alltaf einhverjir sem nenna ekki jólunum í október. Jólin eru komin í Ikea og nokkur jólatímarit eru nú þegar komin út sem við jólabörnin getum þó glaðst yfir á meðan við hlustum á jólalög á Youtube – ég get ekki beðið eftir að komast í jóla Bo Bedre! Í síðustu viku fékk ég sendar myndir úr jólabæklingi ársins frá höfuðstöðvum Söstrene Grene með þeim skilyrðum að ég mætti ekki birta neitt um það fyrr en bæklingurinn kæmi út sem var í gær þann 27.október. Ég ákvað að geyma færsluna þangað til í dag til að vera alveg örugg. Ég er nefnilega ansi seinheppin sem mitt fólk kannast of vel við. Það er ekki langt síðan ég fékk svipaðan póst frá stóru erlendu hönnunarfyrirtæki sem kynnti nýja og spennandi línu. Ég las ekki smáa letrið og endaði á að heimsfrumsýna vörurnar á undan fyrirtækinu sjálfu. Færslan var að sjálfsögðu tekin út skömmu seinna og það getur verið að ég hafi hreinlega ekki þorað að birta hana aftur haha.
En yfir að máli málanna, jólabæklingur Söstrene Grene er glæsilegur í ár og ég er þegar komin með nokkrar vörur á óskalistann.
Bæklinginn má skoða í heild sinni hér.
Skrifa Innlegg