Ég er mögulega síðasta manneskjan til að predika um hollt matarræði og hvað þá hollt sælgæti. En það vill þannig til að ég var að byrja í þjálfun eftir mjög langt frí frá hverskyns hreyfinu og hollum lífsstíl nema það er alls ekkert grín að berjast við sykurpúkann sem hefur komið sér svo vel fyrir á öxlinni minni. Ég einfaldlega elska að narta í eitthvað gott og stundum á kvöldin hellist yfir mig alveg sjúkleg löngun í eitthvað gott og þá eins gott að eiga eitthvað í skápnum. Ég er að fylgja nokkrum skemmtilegum snöppurum og tók eftir umfjöllun hjá einhverjum þeirra um lakkrísdöðlur sem þær kaupa tilbúnar í búðinni, þá mundi ég eftir að ég á alltaf til lakkrísduft frá Lakrids by Johan Bülow í skápnum frá því að ég fékk það í jóladagatalinu þeirra fyrir ári síðan og ákvað að prófa að setja það á ferskar döðlur sem ég á einnig oft til í ísskápnum.
Útkoman var ótrúlega góð og ég mæli svo sannarlega með því að prófa. Ég sýndi frá tilrauninni á Svartahvitu snappinu í dag og heyrði ég þar frá nokkrum sem hafa lengi gert svona lakkrísdöðlur heima hjá sér! Ég tek það fram að duftið sem er selt í Epal er stærra en þetta sem ég fékk úr dagatalinu en kostar þó ekki nema um 800 kr.
P.s. það má vel vera að döðlur séu stútfullar af ávaxtasykri en á meðan þetta heldur mér frá nammiskálinni eða bragðarefnum þá hlýtur þetta að vera einstaklega góður kostur:)
Skrifa Innlegg