fbpx

ÍSLENSK HÖNNUN: SINDRASTÓLLINN

Íslensk hönnunKlassík

Ég varð svo ánægð í gærkvöldi þegar ég var að horfa á jólaþáttinn á RÚV með Ragnhildi Steinunni og Benedikti Valssyni. Flestir munirnir á setti voru nefnilega íslenskir sem er alveg frábær breyting frá því sem oftast er, það er nefnilega svo mikilvægt að styðja við íslenska hönnun á þennan hátt líka og gera hana sýnilega í sjónvarpi okkar allra, RÚV. Þarna mátti sjá m.a. Sindrastólinn, Umemi púða, Markrún fjallapúða og falleg postulínsjólatré frá Postulínu.

Mér finnst Sindrastóllinn vera alveg gullfallegur en hann var hannaður fyrir 52 ári síðan og hefur því elst alveg einstaklega vel. Stóllinn var hannaður af Ásgeiri Einarssyni (1927-2001) árið 1962 og var settur aftur í framleiðslu árið 2012 eftir að hafa verið ófáanlegur í mörg ár. Stóllinn prýddi mörg íslensk heimili á sjötta og sjöunda áratugnum en það hefur farið minna fyrir honum núna. Sindrastóllinn er framleiddur á Íslandi af fjórum fyrirtækjum, Sóló­hús­gögn smíða stál­grind­ina und­ir stól­inn, Ikan ehf., báta­smiðja og frum­kvöðlaset­ur, steyp­ir skel­ina, Sjáv­ar­leður fram­leiðir gær­urn­ar og GÁ hús­gögn ann­ast bólstrun og selja hann svo. Það var  GÁ hús­gögn sem ákváðu að end­ur­gera stól­inn með leyfi frá ættingjum hönnuðarins og fram­leiða þeir hann í 50 ein­tök­um – einn fyr­ir hvert ár. Núna er ég ekki með á hreinu hversu mörg eintök eru eftir, en það væri gaman að vita:)

604650 525975_453877647965366_1177667023_n

287890_453877511298713_1384085483_o img_3618

Flott hjá RÚV, meira svona:)

HÖNNUN: KARTELL METAL

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sandra Björg Sigurjónsdóttir

    21. December 2014

    Ég tek undir með þér, það var mjög gaman að sjá íslenska hönnun þarna, sérstaklega Sindra stólinn. Ég á einn svona upprunalegan sem þeir í GÁ húsgögn settu nýja gæru á 2012, þegar þeir voru að gera hina. Mér finnst hönnunin algjör klassík – og þriggja ára dóttur minni finnst þetta svo auðvitað besti stóllinn til að horfa á sjónvarpið í ;)