fbpx

ÍSLENSK DRAUMA JÓL Í IKEA ♡

IkeaÍslensk hönnunJól

Það eru komnar nokkrar vikur síðan ég byrjaði að stelast til að hlusta á fyrstu jólalögin, en ein af ástæðum þess að ég kemst snemma í jólagírinn er án efa elsku IKEA – þar byrja nefnilega jólin í október! Halelúja.

Jólalínan þeirra í ár sem ber heitið VINTER er sú allra glæsilegasta en þau sóttu innblástur til Íslands í ár og fengu auk þess nokkra íslenska hönnuði til liðs við sig til þess að hanna vörur fyrir línuna. Og ég sem hélt ég gæti ekki elskað þessa línu meira. Ég er með augun á nokkrum vörum en hef heyrt af því að íslensku vörurnar rjúki út eins og heitar lummur svo ég mæli með að kíkja við sem fyrst. Það voru þau Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, Þórunn Árnadóttir og Jón Helgi Hólmgeirsson sem hönnuðu vörur fyrir VINTER, Guðrún Lilja var einmitt einn uppáhalds kennarinn minn og svo lærðum við Jón Helgi vöruhönnun saman svo þið getið ímyndað ykkur að það ískraði í mér af spenningi yfir þessari línu!

VINTER línan einkennist af hvítum, gráum og rauðum litum, prjónamynstri, mjúkum feldpúðum, klassískum jólasveinum til að skreyta tréð með og ýmsu fallegu sem minna á íslensku jólin. Ég verð að segja að mér þykir þeim hafa tekist mjög vel til að fanga íslenskan jólaanda, þið sjáið það ekki endilega strax á fyrstu myndinni sem fylgir með færslunni þar sem sjá má jólaskreytta stofu í stílhreinum skandinavískum stíl, en ef þið skoðið hverja vöru fyrir sig þá er auðveldlega hægt að finna nokkrar vörur sem minna á jólaskraut frá ömmu. Svo fallegt og heimilislegt ♡

IKEA er alltaf með svo fallegar uppstillingar og þessar myndir heilla mig mikið. Það var svo fyrir tilviljun að ég rakst á myndina hér að neðan af VINTER línunni, gjörólík stemming en það er eitthvað svo ótrúlega íslenskt við þessa mynd. Minnir að vissu leiti á safn og ég skil vel að efri myndirnar rati frekar í fjölmiðla – en falleg er hún, svo íslensk og hrá.

 Myndir : Ikea

Hverjar eru ykkar uppáhalds vörur? Ég er sérstaklega hrifin af öllum vörunum eftir íslensku hönnuðina, en piparkökumótin eru einnig sérstaklega falleg ásamt prjónamynstaða stellinu og ýmsu öðru jólapunti… ahh elsku jólin.

 

BÓKIN TIL AÐ EIGNAST: LÍFIÐ Í LIT

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. sigridurr

    22. October 2017

    Prjónamynstaða stellið er svo fallegt!x

  2. Helgi Omars

    23. October 2017

    OOOOOOOHHHH EG EEEEELSKA JOLIN

  3. Áslaug

    23. October 2017

    svo fallegt, ég eeeeelska jólin, hlakka svo tiiiiilllll !! besti tími ever :D