fbpx

INSTAGRAM DAGSINS

HeimiliStofaUppáhalds

Hér er eitt stykki draumainstagram og þvílík smekkdama sem þarna býr sem er þess virði að fylgjast með! Eins skemmtilegt og mér finnst að hanga á instagram þá er ég einn slakasti instagrammari sem hægt er að finna… ég ætla alltaf að bæta mig en svo verð ég alltaf hálf spéhrædd þegar kemur að því að birta myndir héðan heima. Skil ekki í mér þessa vitleysu:)

En aftur að þessari smekkdömu, hún heitir Pernille og er dönsk tveggja barna móðir sem segist elska HAY, Royal Copenhagen og Kubus. Það fer ekki á milli mála hvaða hluti hún heldur mest uppá en hún á óþarflega marga HAY Dot púða (6-9 stk), þrjár Kubus skálar og 11 Muuto hanka:) Já þessi smekkdama á greinilega erfitt með að hemja sig þegar kemur að fallegum hlutum eins og svo mörg okkar haha.

Hægt er að fylgja henni á instagram @krea_pernille 
Screen Shot 2014-05-20 at 1.05.24 AMScreen Shot 2014-05-20 at 1.05.03 AM Screen Shot 2014-05-20 at 1.05.50 AM Screen Shot 2014-05-20 at 1.06.46 AM Screen Shot 2014-05-20 at 1.08.05 AM Screen Shot 2014-05-20 at 12.52.58 AM Screen Shot 2014-05-20 at 12.53.11 AM Screen Shot 2014-05-20 at 12.53.22 AM Screen Shot 2014-05-20 at 12.53.40 AM Screen Shot 2014-05-20 at 12.54.01 AM Screen Shot 2014-05-20 at 12.54.13 AM Screen Shot 2014-05-20 at 12.55.05 AM Screen Shot 2014-05-20 at 12.55.18 AM Screen Shot 2014-05-20 at 12.57.14 AM

Heimilið hennar er algjör draumur í dós og himnaríki fyrir dömur eins og mig sem eru frekar mikið heitar fyrir bleikum lit. Rúmteppið sem er frá Ferm living er líka komið á óskalistann eftir að hafa séð þessar myndir, mig vantar einmitt rúmteppi þó að ég efist um að ég nenni að búa oft um rúmið.

Lumið þið á flottum instagram síðum sem þið nennið að benda mér á?

Svo fer ég víst að renna út á tíma að taka myndirnar hér heima sem ég var búin að lofa, ég held ég þurfi bara að drífa þetta af eins og að rífa plástur af sári:)

SUMARGJAFALEIKUR : PRETTYPEGS

Skrifa Innlegg

24 Skilaboð

  1. selma

    20. May 2014

    Veistu hvort þetta sé fake notknot púði eða bara svona rosalega lík hönnun?

    • Svart á Hvítu

      20. May 2014

      Heyrðu já ég var að grúska smá meira á síðunni hennar og þetta er klárlega feik, þetta virðist vera sú sem er að framleiða þá: http://instagram.com/kirsten_agnethe
      Var einmitt rétt í þessu að senda línu á Ragnheiði hönnuð Umemi púðanna og láta vita af henni. Ótrúleg leiðinlegt!

  2. Sara

    20. May 2014

    munur að búa í dk og þurfa ekki að borga af sér handlegginn fyrir einn HAY púða eins og hér heima… grenj.. æðisleg íbúð, þarf að bæta þessari við hjá mér :)

  3. Audur

    20. May 2014

    Èg er alveg hrikalega skotin í @sommarhed.

  4. GG

    20. May 2014

    Mér finst meandalice, heltenkelt og conceptbyanna skemmtilegar instagram síður sem gaman er að skoða:)

  5. Guðrún Vald.

    20. May 2014

    Ég dáist að fólki sem getur valið sér litaþema og farið eftir því á heimilinu sínu. Þetta er rosalega fallegt heimili með fallegum litum!

  6. Harpa

    20. May 2014

    Svo skemmtilegt að fylgjast með henni, hún á svo fallegt heimili.

  7. elin_th@icloud.com

    20. May 2014

    Er enginn á Íslandi sem selur Ferm Living? Þá eitthvað annað en eldhúsdótið sem fæst í Hrím?

      • elin_th@icloud.com

        20. May 2014

        Já ok, mig minnti það einmitt en þeir taka ekki lengur fram vörumerkið á heimasíðunni sinn. Ég hélt bara að þeir hefðu hætt með það

  8. Linda

    20. May 2014

    Vá hvað þetta er flott heimili, gæti alveg hugsað mér að búa þarna.. En ég skoða mest instagram hjá fregnate, barnerom, nordiskehjem og nordicinspiration :)

  9. Halldóra Víðis

    20. May 2014

    Veistu hvaðan ljósin eru, þessi hangandi sem virðast vera úr við??

    • Svart á Hvítu

      21. May 2014

      Veit ekki hvaðan þessi nkl. eru , en getur prófað að fletta upp á google “wood light socket” , þá koma nokkrar niðurstöður upp með svipuðu:)

  10. Svala Fanney

    20. May 2014

    Rosalega fallegt heimili, mikið af uppáhalds vörunum mínum :) Tek undir með Guðrúnu, ég gæti ekki haldið mig við sama litaþema í svona mörgum rýmum þótt ég reyndi!

    Kauptúnið er líka með mikið af vörum frá Ferm Living og á flottu verði ;)

  11. Ragnheiður

    20. May 2014

    Ótrúlega fallegt heimili en samt dáldið svona eins og viðkomandi hafi bara skroppið út í búð í gær og keypt allt í sömu búðinni :S

    • María

      21. May 2014

      Svo sammála! Fallegt en svolítið steingelt eins og búðauppstilling…

  12. Guðrún Birna

    20. May 2014

    Ég segi nú bara það sama og Ragnheiður – alveg eins og hún hafi ákveðið að kaupa allt nýtt í einu á sama stað. Allt sýnist mér vera ný eða nýleg hönnun og alveg guðdómlega fallegt :)
    Svona fær mann bara til að vilja skipta öllu út hjá sér !!!

  13. inga

    21. May 2014

    Veistu hvaðan blómavasinn er?? Þessi hvíti beini upp??:)

    • Ragnheiður

      21. May 2014

      Sýnist þetta vera Lyngby vasar – veit e-r hvort þeir eru til á Íslandi? Hef séð nokkuð svipaða í Ilvu.

      • Svart á Hvítu

        21. May 2014

        Já passar, þetta er Lyngby vasi… dettur helst í hug Hrím eða Húsgagnahöllin, ef þeir fást hér heima…
        :)