// Færslan er unnin í samstarfi við verslunina Epal
Mér var boðið í dag að kíkja við á útsöluna í Epal Skeifunni sem opnar núna í dag kl. 18:00 með veglegri forútsölu. Útsalan sjálf stendur yfir dagana 30. janúar til 2. febrúar og hér er hægt að næla sér í fallega hönnun á allt að 70% afslætti. Ég mæli einnig með að skoða 15% afsláttinn sem er af öllum vörum í verslun á meðan útsölunni stendur (gildir á öllu nema örfáum vörum sem eru þá sérmerktar.) Þannig má gera góð kaup á einhverju sem setið hefur lengi á óskalistanum. Ég tók saman mínar uppáhalds vörur, ýmislegt fyrir barnaherbergið og fleira fyrir heimilið. Ég sá m.a. að valdar vörur frá Ferm Living eru á 50% afslætti, Sebra, Hay, Design Letters, Marimekko, Georg Jensen ásamt mjög djúsí Iittala borði á 40% afslætti. Hér er hægt að gleyma sér og jafnvel að vinna sér í haginn með því að versla klassískar gjafir sem grípa má í fyrir afmæli og önnur boð á næstu mánuðum!
Þeir sem eru extra heppnir geta nælt sér í sýningareintök af PH5 mini loftljósi, Sebra barnarúmi gráu, String skápa, Louis Poulsen Enigma sýningarljós og svo margt margt fleira. Heimsóknina má finna á Stories á Instagram sem er aðgengilegt í sólarhring.
/ Samstarf við verslunina Epal
Myndirnar tók ég í dag í heimsókn minni. Nóg var til af flestu og því mæli ég með að kíkja við tækifæri – útsalan stendur yfir alla helgina og er afsláttur af bæði smávöru og húsgögnum. Einnig bendi ég á að enn var verið að bæta við útsöluna þegar ég tók myndirnar og því mikið búið að bætast við, sérstaklega húsgögn. Ég sýni ykkur í kvöld á Instagram hvað ég nældi mér í á útsölunni.
// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg