fbpx

INNLIT UM HELGINA

Persónulegt

Í gær fékk ég til mín blaðakonu og ljósmyndara frá Morgunblaðinu en innlit á heimilið mitt mun birtast í helgarblaðinu þeirra. Það var dálítið skemmtilegt að prófa að vera hinum megin við linsuna, en ég hef sjálf farið í óteljandi innlit en alltaf sjálf sagt nei þegar ég hef verið beðin um að birta mitt heimili í blöðum. Ljósmyndarinn í gær, hann Golli kom reyndar með áhugavert komment á þann veg að dæmið gangi hreinlega ekki upp ef við sem einmitt viljum lesa svona efni í blöðunum segjum svo sjálf nei við innliti, sem er góður punktur. Ég tók á móti þeim kófsveitt því það var meira mál en ég hafði haldið að hafa ofan fyrir einum 7 mánaða og á meðan að gera heimilið ljósmyndavænt.

IMG_0142

Eftir að þau fóru tók ég eftir nokkrum hlutum sem ég hefði gjarnan viljað laga, eins og það að gardínurnar voru ekki jafnar, púðar í púðagrindinni voru í klessu og drasl ofan á einni skrifborðshillunni, en það breytir svosem engu núna, og vonandi tekur enginn eftir því í blaðinu:)

Screen Shot 2015-04-22 at 10.28.30

Þetta sjarmatröll var alveg til í smá myndatöku í herberginu sínu. //mynd frá instagraminu mínu @svana_

Ég held svona eftir á að hyggja að þetta sé bara alveg málið, að segja bara já við sem flestu því það verður eflaust ennþá skemmtilegra að horfa svo tilbaka. Jafnvel þó að heimilið hafi ekki verið 100% fullkomið í þínum augum, en það verður það hvort sem er aldrei. Svo er maður alltaf sinn versti gagnrýnandi og enginn annar sér hlutina eins og þú, er það ekki oftast þannig.

Fyrir áhugasama sem vilja sjá innlitið þá held ég að ég fari með rétt mál þegar ég segi ykkur að mogginn komi frítt í öll hús fyrir helgi í a.m.k. Reykjavík og nágrenni.

Eigið góðan dag,

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

APRÍL ÓSKALISTINN

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Anonymous

    22. April 2015

    Þú átt voða fallegt heimili – mér persónulega finnst voða gaman að sjá að allt sé ekki spikk og span svona smá það býr einhver hérna þó ég skilji þig auðvitað vel… sjálf stilli ég hlutunum upp og hendi rusli útfyrir rammann þegar ég tek myndir fyrir bloggið :) Hlakka til að sjá Moggann. Til hamingju með að segja JÁ

    • Svart á Hvítu

      22. April 2015

      Takk fyrir!:) En haha já ég hef hingað til gert það, en í þessu tilfelli var það ekki alveg hægt því á meðan ljósmyndarinn var að gera sitt þurfti ég að gera mig reddý enda alveg á síðustu stundu!:)

  2. Oddný

    22. April 2015

    Hvað heitir liturinn á veggnum í barnaherberginu? svo fallegur!