Eins og ég kom inn á í færslunni hér að framan þá rakst ég á svo fallegt instagram á smá netvafri í kvöld. Bjartur er sofnaður, Andrés er í bíó og þá er fullkominn tími fyrir mig til að sitja uppi í rúmi með tölvuna í fanginu og vafra um netið í leit af innblæstri fyrir heimilið. Þegar maður eyðir orðið svona miklum tíma heima hjá sér ( jú orlofið) þá fer maður enn meira að huga að heimilinu, svona ef það var hægt. Listinn lengist af hlutum sem manni “bráðvantar” og nokkrum sem hreinlega vantar í alvöru. Eins skemmtilegt og það er að uppgötva svona smekkkonur úti í heimi sem deila sama smekk og maður sjálfur, þá fylgir þessu jú alltaf löngunin að breyta og bæta við heimilið sitt sem er hreinlega ekkert alltaf svo jákvætt:)
Hin norska Ingrid Pallesen er smekkkonan að þessu sinni, hana má finna á instagram @ingridpall
Ingrid hefur augljóslega mikið dálæti á hönnunarklassík, PH Snowball ljósið er þó toppurinn á þessari mynd:)
Nei sko, uppáhaldsrúmfötin mín:)
String hillur og Menu veggkertastjakar.
Sófahornið er huggulegt.
Hér má sjá hvernig borðið leit út áður en sett var á það marmarafilma,
Ég er ofsalega skotin í svarta Lyngby vasanum á stofuborðinu og gæti vel hugsað mér einn slíkann hingað heim, þá í hvítu:)
Smekkkonur eins og Ingrid eru með Hay mottu sem baðmottu…
Lyngby vasinn fær greinilega að flakka á milli staða á heimilinu:)
Royal Copenhagen matarstell á þessu heimili en ekki hvað:)
Ég varð að leyfa einni jólamynd að fylgja með frá því í fyrra, ég er nefnilega orðin svo spennt að fá jólatré í fyrsta skipti (það skal takast í ár) að það nánast ískrar í mér:)
Er ég nokkuð ein um það að vilja taka til-færa hluti-bæta og breyta til þegar ég sé innlit sem falla svona vel að mínum smekk?
Skrifa Innlegg