fbpx

INNLIT Í BLEIKU HÖLLINA HENNAR BARBIE

Heimili

Hver á ekki góðar minningar um Barbie leik úr æsku? Það á að minnsta kosti við mig þar sem ég hélt mikið upp á Barbie dúkkurnar mínar og húsið var auðvitað í miklu uppáhaldi og að endurraða inni í því eins og hægt var. Núna er væntanleg bíómynd um Barbie sem ég er ansi spennt fyrir og hafa allskyns umfjallanir tengdar myndinni líklega ekki farið framhjá ykkur en Barbie dúkkan og Barbie bleikur liturinn eru að eiga sitt “moment” núna um allan heim! Og í anda þess að hér skoðum við saman falleg heimili og ég elska bleika litinn þá fannst mér tilvalið að deila með ykkur innliti í Barbie húsið sem Architectural Digest birtu fyrr í sumar þar sem aðalleikonan sjálf hún Margot Robbie tók á móti þeim og sýndi heim Barbie – þar sem allt er bleikt.

Þó ótrúlegt sé þá eru nokkrir hlutir þarna sem ég er mjög heilluð af og gæti hugsað mér á mitt heimili, þar má helst nefna bleika bólstraða rúmgaflinn sem væri fullkominn inn til dóttur minnar, póstkassann sem er bleikur flamingó fugl, ljósbleika sófann sem er í svefnherberginu ásamt ótrúlega flottum standlampa (eða hvað þetta nú er?) þessir sem eru eins og nammihálsmen í laginu. Og síðast en ekki síst er ég mjög skotin í röndóttu sólbekkjunum!

Ég veit ekki með ykkur en ég er mjög spennt að sjá þessa bíómynd ♡

 

Ahh ég fæ smá kitl í magann að sjá þennan bleika draumaheim!

WILDRIDE - SNILLD FYRIR GÖNGUTÚRANA MEÐ BARNIÐ

Skrifa Innlegg