fbpx

INNBLÁSTUR: LITRÍK HEIMILI

Heimili

Litrík heimili eru þema dagsins og ég viðurkenni að ég varð alveg extra glöð að skoða yfir þessar fallegu heimilismyndir. Þó svo að stílhrein heimili séu oft á tíðum mjög falleg þá þarf að passa sig að fara ekki yfir strikið í þeim málum, persónuleiki okkar má fá að njóta sín á heimilinu og litir… já litir eru bara svo fallegir og nauðsynlegir fyrir geðheilsuna. Skoðið bara þessar myndir og ég er viss um að þið tengið þrátt fyrir að sumar myndirnar séu aðeins of mikið af hinu góða – samt alveg hrikalega flott.

Hvernig væri nú að nýta helgina í að mála eins og eitt herbergi eða húsgagn í lit? Ef ég skrolla í gegnum síðustu færslur hér á blogginu þá sést mjög augljóslega hvernig hugleiðingum ég er í… persónuleg og áhugaverð heimili eru alveg málið í dag ♡

Ykkur er velkomið að fylgjast með á Instagram @ svana.svartahvitu // snapchat @svartahvitu

UNDIR JAPÖNSKUM ÁHRIFUM Í KAUPMANNAHÖFN

Skrifa Innlegg