fbpx

INNBLÁSTUR // ELDHÚSHILLUR

Eldhús

Eldhúshillur eru ofarlega í mínum huga þessa dagana, við erum í smá eldhúsframkvæmdum hér heima og fengum langþráða nýja borðplötu í vikunni sem ég hlakka til að sýna ykkur betur frá og núna er á dagskrá að klára eldhúsið. Hugmyndin er að græja borðkrók með upphengdum bólstruðum bekk og ásamt því vil ég setja hillur fyrir ofan eldhúsinnréttinguna. Ég er mjög hrifin af svona opnum hillum þar sem fallegir hlutir fá vel sín notið, og þá er alltaf góð hugmynd að skoða myndir í tímaritum eða á vefnum til að sjá fyrir sér hvað heillar mest. Mér sýnist ég sjá nokkurnveginn í hvaða átt ég hallast ♡

Myndir : Svartahvitu Pinterest 

Eigið góða helgi!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

HINN FULLKOMNI GRÁI LITUR Á VEGGINA?

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Anna

    21. April 2020

    Hæ – ég er einnig að gera upp eldhús og er að velta fyrir mér hvort háfur sé nauðsynlegur. Hefuru skoðanir eða hefuru kynnt þér málið? Takk :)