fbpx

IITTALA NIVA KEMUR AFTUR EFTIR 30 ÁRA HLÉ

Hönnuniittala
Gleðifréttir dagsins fyrir safnara og Iittala aðdáendur – en hin ástsæla Niva glasalína sem hönnuð var af Tapio Wirkkala árið 1972 og var í framleiðslu til ársins 1992 er nú aftur komin í sölu eftir 30 ára hlé.
Niva línan er í framleiðslu í takmarkaðan tíma og er hún einungis til sölu í Iittala búðinni.
“Hönnuðurinn fjölhæfi, Tapio Wirkkala, hafði einstaka hæfileika til að líkja eftir fegurð norðlægrar náttúru í verkum sínum. Finnska orðið Niva lýsir straumharðri á, en það er auðvelt að sjá líkindin með vatnsstraumi á upphleyptu yfirborði glersins.”
Sjáðu úrvalið hjá ibúðinni í Kringlunni – 
Mikið eru þetta falleg glös og munu án efa fara vel við Ultima Thule glösunum sem margir safna. Dásamlega falleg hönnun sem ég hlakka til að sjá með eigin augum ♡

PAPER COLLECTIVE LEITAR AÐ ÍSLENSKUM HÖNNUÐI

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1