Ég fékk áhugaverða spurningu við færslunni Heima hér að neðan, varðandi það afhverju sumir taki ekki rauða Iittala límmiðana af hlutunum sínum?
“Ég sé að þú ert með límmiðan á iittala krúsinni, ég fékk iittala kertastjaka að gjöf og tók límmiðana strax af því mér fannst þeir bara fallegri þannig, en eftir á var mér sagt að ég ætti að hafa þá á. Afhverju hefur fólk límmiðana á? er algert nono að taka þá af? mér finnst ég nánast eingöngu taka eftir þessu með iittala.”
Ég hafði í rauninni ekki velt þessu fyrir mér og skildi límmiðann eftir alveg ómeðvitað á þessari krús. Ég hef hinsvegar tekið þá af öllum drykkjarglösum sem ég á, en eftir standa nokkrir kertastjakar ásamt vasa með lítilli rauðri doppu á.
Þetta er að sjálfsögðu algjört smekksatriði, en það sem ég komst að á netinu er að fólk hefur mjög skiptar skoðanir á þessu, hér eru nokkrir punktar:
-Það er erfiðara að ná iittala límmiðanum af en öðrum, og það er ástæða fyrir því.
-Þetta er límmiði, það á að taka hann af, annars væri þetta grafið í glerið.
-Fólk sem þekkir góða hönnun veit að þetta er iittala þrátt fyrir engann límmiða.
-Það er snobb að skilja límmiðann eftir, þú myndir aldrei skilja eftir miðann á merkjaflíkum.
-Barnabörnin þín munu þakka þér fyrir að hafa skilið límmiðann eftir, það er söfnunargildi í honum.
-Þú lækkar verðgildi hlutsins um leið og límmiðinn fer af.
-Það er hefð í Finnlandi að halda límmiðanum á, enda nokkurskonar þjóðarstolt, og því er þetta einnig mjög algengt í Skandinavíu að hafa límmiðann á.
-Það er til mikið af eftirlíkingum og límmiðinn aðskilur ekta frá óekta.
….
Hver er ykkar skoðun á þessu?
Skrifa Innlegg