fbpx

Í DAG // AMBIENTE ♡

Hönnun

Hæ! Vildi bara skilja eftir nokkrar línur í dag þar sem ég er stödd í Frankfurt á hönnunarsýningunni Ambiente! Þetta er ein stærsta sýning í heiminum og í raun mætti tala um að hér mætist heimurinn á einni og sömu sýningunni sem skipt er niður í 11 risa stórar hallir og nokkur þemu, Living, Giving og Dining. Ég á mínar uppáhaldshallir sem ég reyni að sjá sem mest af en hér eru kaupendur frá öllum heimsins hornum enda afar virt sýning.

Ég er búin að eyða deginum í endalaust labb að skoða allt það nýjasta í hönnun og gjafavöru, ég ætla að taka saman allar myndirnar sem ég hef tekið í eina stóra færslu. Það sem stóð uppúr í dag var m.a. básinn hjá Stelton sem var virkilega fallegur og nokkrar sem mig dreymir um að eignast. Eigum við eitthvað að ræða þessa dásamlegu EJ ljósbleiku hitakönnu?

IMG_0688

Þessi bleiki litur er alveg dásamlegur.

IMG_0690 IMG_0691 IMG_0703 IMG_0704 IMG_0705 IMG_0706

Meira síðar! x

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

IITTALA X ISSEY MIYAKE // AMBIENTE

Skrifa Innlegg