fbpx

HVAR KAUPI ÉG FALLEG PLAKÖT?

Fyrir heimilið

Mjög algeng spurning sem ég fæ er “hvað á ég að setja á veggina” og “hvar fást falleg plaköt”?

Það er hægt að svara þessari spurningu á ótal vegu enda úrvalið frábært þegar kemur að plakötum, ljósmyndum og listaverkum. Langflestir eru staddir í þeim sporum að vilja hafa fallegt á heimilinu án þess að eyða í það of miklum pening og þá eru plaköt besta lausnin.

Ég hef margoft bent á sænsku síðuna Desenio sem er með yfirburða úrval af veggmyndum sem er oft gaman að skoða, þau eru líka með flottan myndabanka sem gefa hugmyndir að uppröðun og sem hjálpar einnig til við að sýna hvernig stíl við höllumst að. Myndirnar fékk ég allar að láni frá Desenio til að sýna ykkur brot af úrvalinu. Hér heima er vissulega líka gott úrval af veggspjöldum og má þar nefna t.d. Dimm, Epal, Snúran og fleiri. Ég hef einnig nýtt mér að kaupa veggspjöld frá Moderna safninu og Fotografiska safninu í Stokkhólmi / vefverslun.

// Desenio.com

Eina ráðið sem ég hef fyrir ykkur er að ekki mikla svona hluti fyrir ykkur. Í alvörunni.

Núna er ein góð vinkona mín búin að vera góð 5 ár að klára einn myndavegg á sínu heimili og er enn ekki 100% tilbúinn haha ég gæti bilast úr hlátri yfir svona fullkomnunaráráttu sem ég þjáist aldeilis ekki af. Í versta falli þá verða myndirnar bara seldar aftur ef þær henta ekki heimilinu. Svo er skemmtilegt að hafa uppröðunina nokkuð afslappaða og það þarf alls ekki að hengja allar myndir upp, þær koma nefnilega mjög vel út standandi uppvið vegg. Næst á dagskrá hjá mér er annars að eignast fallega ljósmynd…

Ykkur er velkomið að fylgjast með á instagram @svana.svartahvitu og á Snapchat @svartahvitu

NÝTT: BAST.IS

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Margrét Kristjánsdóttir

    15. June 2018

    Hæ hæ
    Er hægt að panta myndir frá desenio, ég rak augun í að þau senda ekki til Íslands…….

  2. Berglind

    29. July 2018

    Sendir desenio til Íslands?

    • Svart á Hvítu

      9. August 2018

      Nei því miður… ég hef alltaf sent þau á vinkonu sem áframsendir eða kemur með heim! Þyrfti nú bara að senda á þau póst og spurja um ástæður þess að senda ekki hingað:)

  3. Herdís Pála

    26. December 2018

    Vildi bara bæta því við hér í umræðuna að Svartar fjaðrir hafa nýlega skipt um eigendur og eru nýju eigendurnir á fullu að taka inn nýjar og flottar myndir, bæði frá þeim listamönnum sem hafa verið í sölu á síðunni og frá nýjum, t.d. Malene Birger sem margir ættu að þekkja. Kíkið endilega á http://www.svartarfjadrir.is