fbpx

HVAÐAN ERU BLÓMIN MÍN?

HeimiliPersónulegt

Nýlega pantaði ég í fyrsta skipti vöru frá alræmda Ali express og urðu gerviblóm fyrir valinu sem ég hafði séð heima hjá vinkonu minni fyrir jól, einhverskonar blandaður vöndur með bóndarósum í. Sitt sýnist hverjum bæði varðandi það að versla af Ali express en einnig varðandi gæði slíkra kaupa. En það sem ég veit er að árið 2017 eyddi ég alltof miklum pening í afskorin blóm og í veikri tilraun til að spara ákvað ég að bæta við mig gerviblómum sem kostuðu mig um 1.000 kr. vöndurinn með öllu. Fyrir áhugasama þá má finna þessi blóm hér en þau fást í hinum ýmsu litum.

Aldrei myndi ég þó halda því fram að gerviblóm væru jafn falleg og ekta, og mér þykir ennþá jafn dásamlegt að eiga afskorin blóm – en núna verður það a.m.k. örlítið sjaldnar. Þessi eru hin fínustu í bili.

ÓSKALISTINN FYRIR KONUKVÖLD SMÁRALINDAR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. paula

  21. April 2018

  Sæl Svana,

  Ertu með einn vönd af Ali í vasanum eða fleiri ? :)

  Mbk. Paula

  • Svart á Hvítu

   24. April 2018

   Bara einn á þessari mynd:) Hef sett stundum tvo… en það verður mjög mjög stór vöndur þá!