Ég hef verið með hugann við barnaafmæli síðustu daga en í dag höldum við loksins upp á 2 ára afmælið hans Bjarts fyrir fjölskylduna en hann átti afmæli 13.september. Ég verð þó að viðurkenna að ég er búin að vera með smá mömmusamviskubit þar sem að bakstur er ekki alveg mín sterka hlið og ég er að fá smá efasemdir um veitingarnar og skreytingarnar. Hér að neðan eru nokkrar myndir sem ég er með til hliðsjónar, ég hreinlega elska þessar einföldu skreyttu kökur þar sem plastdýr eru sett á toppinn og voila! Tilbúið, -gæti ekki verið einfaldara og ég mun pottþétt nýta mér þá hugmynd. Ég ætla þó að gera tilraun að skreyta svona kisu/rebba köku sem átti að vera Betúel okkar og ég er mjög spennt að sjá hvernig það fer.
Heppin ég að Bjartur á einmitt nokkur svona dýr sem ég get notað.
Myndin hér að ofan er úr 2. ára afmæli hjá Auði Guðmunds sem heppnaðist ótrúlega vel – sjá fleiri myndir hér. Ég mun nýta mér nokkrar hugmyndir þaðan:)
Ef allt fer vel þá get ég vonandi sýnt ykkur myndir úr veislunni í vikunni. Ég verð einnig á snapchat í dag og sýni frá undirbúningnum, hægt er að fylgjast með á svartahvitu.
Skrifa Innlegg