fbpx

HÖNNUNARMARS: MUST SEE

HönnunUmfjöllun

Á HönnunarMars verður sýnd heimildarmyndin Trend Beacons í Bíó Paradís um fólkið sem spáir fyrir um hvað gerist í hönnun og tísku tvö ár fram í tímann, það eru nefnilega miklir peningar í spilinu fyrir réttar upplýsingar. Í myndinni var þremur slíkum spámönnum, þeim Christine Boland, RAVAGE og David Shah sem eru mjög stór í bransanum, fylgt eftir í þeim tilgangi að sjá spárnar unnar. Þetta nær svo mikið lengra en bara í tískuheiminn, þessir spámenn selja jafnvel upplýsingar sínar til bílaframleiðanda, til aðila í matariðnaðinum og í hótelbransanum.

“Tíska og hönnun eru áhrifavaldar í okkar daglega lífi. Flestir hafa ekki hugmynd hvernig tískutrend vakna til lífsins og skapa auð fyrir þá sem eru með puttann á púlsinum. Trend Beacons er innlit í þennan dulda heim trend spámennskunnar eða hvernig heimurinn sannarlega virkar”

Ég mæli eindregið með þessari mynd fyrir áhugafólk um hönnun, ég fékk að sjá myndina áður en ég fór út og hún er frábær. Sjálf er ég mikil áhugakona um slíkt spáfólk og fylgist t.d. vel með Li Edelkoort sem er sú allra stærsta í þessum bransa, og hef sótt fjölmargar sýningar sem hún stjórnar.

Miðar fást HÉR. 

x Svana

ÖÐRUVÍSI VEGGIR

Skrifa Innlegg