fbpx

HÖNNUNARMARS: HVAÐ SKAL SJÁ?

Hönnun

Jú haldið þið ekki að HönnunarMars sé enn á ný mættur á svæðið í öllu sínu veldi. Það er því um að gera að reima á sig skóna því dagskráin sem ég var að skoða er stútfull af spennandi viðburðum fyrir hönnunarþyrsta. Mér tókst enn á ný að bóka mig til útlanda á sama tíma og hátíðin er og verð því fjarri góðu gamni en ætla þó að reyna að sjá sem mest áður en ég fer. Fyrir áhugasama þá má skoða dagskrána í ár hér.

Í kvöld opnar sýningin “Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd” í Epal Skeifunni sem mig langar til að sjá en þar eru nokkrar vinkonur mínar að sýna. Ég viðurkenni að ég hefði gjarnan viljað líka fara á Design Diplomacy Siggu Sigurjóns og Ingu Sempé sem er á sama tíma, sjá meira um það hér.

Ég er líka mjög spennt fyrir sýningunni á Kjarvalsstöðum sem opnaði fyrir stuttu sem heitir “Dæmisögur, vöruhönnun á 21. öld” en hún mun þó standa lengur en bara Hönnunarmars svo ég er róleg. Sýningin Roundabout Baltic PLUS Iceland í Norræna húsinu er einnig spennandi, en það er alþjóðleg hönnunarsýning með munum eftir um 50 hönnuði frá átta löndum sem eru sameinuð af strandlínu Eystrasaltsins, auk íslenskra hönnuða. Í Hörpu verður svo sýningin Íslensk húsgögn og hönnun, á sýningunni gefur að líta þversnið af því sem er nýjast í íslenskri hönnun og húsgagnaframleiðslu.

Ég er mjög spennt fyrir Ceci n’est pas un meuble í Ásmundarsal sem er á vegum elsku Auðar Gnáar snillings – Islanders fagnar ársafmæli og af því tilefni hefur verið efnt til samvinnu við valinn hóp myndlistarmanna. Hver og einn listamaður hefur fengið sama húsgagnið í hendur og fullt frelsi til að skapa úr því verk. Er hér verið að endurverkja samtal sem hefur víða um heim átt sér stað milli hönnunar og myndlistar.

Sýning Þórunnar Árna, Hljóðaform í Safnahúsinu hljómar áhugaverð, sem og Austurland: make it happen again sem haldin verður á KEX hostel. ANGAN upplifun er eitthvað sem ég væri til í að upplifa, og 1+1+1 óútreiknanleg hönnun og hugdetta er einnig áhugavert en þeirra fyrri samstörf hafa verið mjög flott. 1+1+1 er tilraunaverkefni þriggja hönnuða frá Íslandi (Hugdetta), Svíþjóð (Petra Lilja) og Finnlandi (Aalto+Aalto). Einnig langar mig að kíkja á Happical hjá Happie Furniture og MeeTing Þóru Finnsdóttur í Kirsuberjatrénu.

Swimslow Ernu Bergmann verður án efa flott, samstarf Hildar Yeoman+66 norður, og sýningin Stóll í Hönnunarsafninu er eitthvað sem ég vil sjá verandi mikill stólasafnari sjálf. Ég tek það fram að þessi listi sem ég er að taka saman er ekki tæmandi og það er svo ótalmargt annað frábært að sjá!

vasi_2_anna

Uppáhalds Anna Þórunn sýnir á samsýningunni í Epal nokkrar nýjar vörur.

screen-shot-2017-03-21-at-19-48-03

Spennandi lína frá Ernu Bergmann.

17352137_1621912144505066_3424281062312845147_n

Shapes of sound / Hljóðaform er spennó!

17352468_10155157276638011_8208681070033456281_n

screen-shot-2017-03-21-at-20-04-59

Skyldu endilega eftir athugasemd með þínum topp 3 sýningum sem þú vilt sjá! Við sjáumst svo kannski á HönnunarMars, eða þessa fáu daga sem ég næ að sjá:)

Gleðilegan HönnunarMars!

svartahvitu-snapp2-1

SÆTUSTU LJÓSIN Í BÆNUM

Skrifa Innlegg