fbpx

HÖNNUNARMARS: HANNA DÍS WHITEHEAD

Íslensk hönnun

Ég átti góðan dag í dag á síðasta degi Hönnunarmars sem ég byrjaði á sýningunni í Hannesarholti. Einn uppáhaldshönnuðurinn minn hún Hanna Dís Whitehead var að sýna þar nýja línu úr jarðleir sem innblásin er frá steinöld. Ég er ótrúlega hrifin af vörunum frá Hönnu Dís og finnst hún vera með mjög skemmtilega og hressandi nálgun á vöruhönnun.

IMG_3665

Texti um verkið:

“Fortíð í nútíð” er vörulína innblásin frá steinöld. Allar vörurnar eiga uppruna sinn að rekja til frumstæðra hluta og aðstæðna sem nú þegar hafa skeð. Þær eru þó ekki höggnar úr steini eins og áður var heldur unnar í leir. Leikið er með yfirborð hlutanna til að setja þá í nýtt samhengi fjær því sem við höldum að við vitum um þá. Nú þegar þekkingin til að nota þessa ævagömlu hluti er týnd og nýjar aðstæður komnar upp má hér sjá og spyrja sig hvernig þeir geta nýst okkur í nútíðinni.

IMG_3671IMG_3674 IMG_3678 IMG_3680

Ég get vel hugsað mér að eignast fleiri hluti eftir Hönnu Dís, þeir eru nefnilega svo skemmtilega öðruvísi, ég á þegar fallega bleika krús frá henni sem ég geymi ýmislegt fínerí í:)

IMG_3692

Svo á efri hæðinni var að finna þetta truflaða hátækniprjónaða teppi eftir Vík Prjónsdóttur og Petru Lilju.

Já ljúfi Hönnunarmars, takk fyrir mig.

:)

BROT AF HÖNNUNARMARS

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Birna Helena

    3. April 2014

    OMG hvað þetta teppi er TRUFLAÐ!