fbpx

HÖNNUN: NAGELSTAGER

Hönnun

ef4073894ab95cf0e5c0332f488cea9f

Það er alltaf gaman þegar að gömul hönnun er uppgötvuð á ný, það á einmitt við fallegu Nagelstjakana sem hannaðir voru af Fritz Nagel árið 1965. Hætt var þó að framleiða þá í fjölmörg ár og var þá helst hægt að finna þá á antíkmörkuðum en eftir að danska fyrirtækið Just White hóf endurframleiðslu á þeim fyrir stuttu síðan þá hafa fjölmargir dregið fram gömlu stjakana sína og haldið áfram að safna. Fyrir áhugasama þá selur Snúran.is stjakana hér á landi.

Ég ætla að endurvekja “hönnun vikunnar” færslurnar sem ég var reglulega með hér áður fyrr þar sem ég tek fyrir hönnun sem ég held uppá, Nagelstjakarnir eru fyrstir í röðinni:)

Ég vil svo  minna ykkur á að fylgjast með Trendnet á Facebook
Jólasveinarnir gefa þar 13 gjafir fram að jólum.

DÖKKIR VEGGIR & ÖNNUR HUGGULEGHEIT

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sæunn Pétursdóttir

    14. December 2014

    Ó þeir eru svo smart!