fbpx

HOME DETAILS // IITTALA AARRE

Fyrir heimiliðPersónulegt

Ég veit ekki með ykkur en ég á alltaf til óskalista í huganum þar sem ég læt mig dreyma um ýmislegt sem mig langar í, suma hluti á óskalistanum kaupi ég mér fljótlega sjálf og svo eru aðrir hlutir sem ég set á langtímalista eins og t.d. sem brúðargjafir þó brúðkaup sé ekki á stefnunnni í nánustu framtíð – kallið mig klikkaða. En ég þori að veðja að ég sé ekki ein um þessa hugarleikfimi:) Iittala Aarre er einn af hlutunum sem ég hafði sett á langtíma óskalistann minn en við fyrstu sýn þá varð ég ástfangin. Aarre eru munnblásnir vegghankar úr smiðju Iittala og eru óður til hins þekkta Oiva Toikke sem er einn af gömlu meisturunum hjá Iittala og jafnframt einn merkilegasti finnski hönnuðurinn. Ég hef margoft dásamað fuglana hans Toikke en þeir sitja sem fastast á langtímalistanum góða. En þeir verða biðarinnar virði – ójá ♡

Aarre skreyta vegginn á ganginum hjá okkur en á þá get ég hengt hvað sem er t.d. trefla og veski en ég er hrifnust af þeim einum og sér enda algjör listaverk.

Ég hef þó sjaldan fengið jafn mikinn valkvíða og þegar ég var að velja en ég er ótrúlega skotin í hönkunum mínum og finnst þeir smellpassa saman. Ég er reyndar líka bálskotin í ferskjubleika ferhyrnta Aarre sem þið sjáið hér að ofan svo hver veit nema Aarre fjölskyldan mín stækki í framtíðinni en nýlega bættist sá þriðji við sem kallast Koralli (glæri), en fyrir átti ég Simpukka (svarti) og Seseli (blái).

Yfir í annað, þá hef ég verið virk á Instagram undanfarið og ykkur er að sjálfsögðu velkomið að líta þar við í heimsókn. Þið finnið mig undir nafninu @svana.svartahvitu

Það var þó ekki planið að hafa Iittala á öllum myndunum en ég er þó að safna ýmsum munum frá þeim svo það er ekkert óeðlilegt að rekast á þessa klassísku hönnun í nánast hverju horni á mínu heimili. Í gær gerði ég einnig kjarakaup á vintage Iittala Kide glösum sem þið ólíklega hafið heyrt um en þau eiga skilið sérfærslu svo falleg eru þau. Það er nefnilega dálítið skemmtilegt við þetta merki að þrátt fyrir að ykkur finnist “allir” eiga suma hluti – þá eru aðrir sem mjög fáir eiga og varan eða liturinn mögulega hættur í framleiðslu eins og á t.d. við um fjólubláa/bleika stóra Aalto vasann minn á neðstu myndinni sem ég fékk í 25 ára afmælisgjöf frá foreldrum mínum.

SUNNUDAGS HEIMILIÐ ♡

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Karen

    25. April 2017

    Hvar fékkstu snagana fallegu?

    • Svart á Hvítu

      27. April 2017

      Hæhæ þeir fást í iittala búðinni í Kringlunni en líka í Finnsku búðinni … er ekki viss með fleiri sölustaði iittala:)