Mig langar til að deila með ykkur verkefni sem að tvær af mínum bestu vinkonum voru að fara af stað með til að aðstoða fjölskyldur í Hafnarfirði sem eiga erfitt fjárhagslega. Ég skrifa sjaldnast um svona, en ég veit að margir af mínum lesendum eru hafnfirðingar og hvað gerir maður ekki fyrir vinkonur sínar:)
Hjálp um jólin er verkefni með það að markmiði að aðstoða fjölskyldur í Hafnarfirði sem þurfa á hjálp að halda yfir jólahátíðina. Ástæðan fyrir því að Hafnarfjörður varð fyrir valinu er einfaldlega sú að hann er þeirra heimabær. Með þessu eru þær að vonast til að önnur bæjarfélög taki þetta til fyrirmyndar á næstu árum. Þær vonast til að geta styrkt að minnsta kosti eina til tvær fjölskyldur þessi jól en það fer auðvitað eftir því hversu vel gengur að fá hjálp frá fyrirtækjum.
Endilega fylgist með þessu verkefni á facebook síðu þeirra hér, og leggið þeim lið ef þið hafið möguleika á:)
Það er ekki annað en hægt að vera stoltur af því að eiga svona flottar vinkonur, þvílíkar kjarnakonur hér á ferð.
-Svana
Skrifa Innlegg