fbpx

HERBERGIÐ HANS BJARTS ♡

Barnaherbergi

Ég fæ að deila með ykkur einni mynd á þessum ótrúlega fallega degi. Það reynir virkilega á sjálfsagann að sitja inni og vinna við tölvuna þegar að sólin loksins kemur fram og er í þessu líka góða skapi. Herbergið hans Bjarts Elíasar varð fyrir valinu í tilefni þess að mamman tók til um helgina – þá sjaldan sem það er ekki dót útum allt þarna inni.

Herbergið er hlýlegt og fallegt og þarna má finna mögulega of mikið af dóti. Það er að vísu í dótakössum við hliðina á skrifborðinu mínu sem sjást ekki á myndinni. Ég er með litla vinnuaðstöðu inni hjá Bjarti sem hefur ekki verið neitt vandamál hingað til og mér finnst í góðu lagi að samnýta herbergi í litlum íbúðum. Tekk náttborðið er frá langaömmu minni og tekk kommóðuna gerði Andrés upp svo mér þykir stíllinn vera dálítið persónulegur en á veggjum eru einnig nokkrar myndir ýmist eftir vinkonur mínar eða mig sjálfa sem ég skipti reglulega út. Ikea leikeldhúsinu breytti ég smávegis fyrir löngu síðan, setti marmarafilmu á borðið og spreyjaði höldurnar og kranann í gylltu. Motturnar á gólfinu eru frá HAY og frá H&M home, en teppið sem liggur yfir stólnum er frá Iglo+Indi. Sólin skein svo skært þegar ég tók myndina að það sést varla í Svana-óróann sem hangir í loftinu en þann fékk ég í gjöf frá eiganda Flensted Mobiles en honum þótti ég þurfa að eiga einn “Svönu” óróa.

Þið látið mig vita ef það er eitthvað fleira sem þið viljið vita:)

INSTAGRAM @SVANA.SVARTAHVITU

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

9 Skilaboð

  1. Tinna

    10. July 2017

    Ég er mjög forvitin hvar þú fékkst þetta fallega rúm inní ósvo fallegt herbergi? :)

    Bestu kveðjur!

    • Svart á Hvítu

      10. July 2017

      Ég keypti það notað á Facebook en það er frá Baby Sam:)
      Takk fyrir <3

  2. Vala

    10. July 2017

    Ertu með veggfóður á veggnum eða eru doppurnar límmiða?:)

    • Svart á Hvítu

      10. July 2017

      Þetta eru límmiðadoppur úr Pennanum eða A4 haha… límast mjög auðveldlega á, en Bjartur leikur sér stundum við að kroppa þær af. Á þó held ég 500 stk eftir á lager svo ég bæti þá bara í. Kostar nokkra hundraðkalla:)

      • Vala

        13. July 2017

        Sniðug ertu, stel kannski hugmyndinni frá þér híhí:)

  3. Elín

    10. July 2017

    Hvar fékkstu skinnið sem er á rúminu hans? Rosa fallegt srm og herbergið hans :)

    • Svart á Hvítu

      10. July 2017

      Ég pantaði það nýlega hjá hiderugs.co.uk þegar ég keypti mér skinnið á stofugólfinu:) Fékk vinkonu til að taka þau með heim, mjög falleg og vönduð.

  4. Birna Sigurbjartsd

    11. July 2017

    Svo fallegt og fínt herbergi :)

    ♥ ♥