fbpx

HELGIN MÍN

HeimiliPersónulegt

Helgin byrjaði vel hjá mér og ætlar svo sannarlega að enda vel líka. Tvær af mínum bestu vinkonum eiga afmæli 6 & 8 júní, og ég og systir mín eigum svo afmæli 8 & 9 júní. Ég bauð vinkonunum í Baðstofuna í tilefni afmælishelgarinnar okkar á föstudaginn og í dag eru tvö afmæli framundan, það er fátt sem toppar gott fólk og góðar veitingar:)

Eins og ég var búin að koma inn á áður þá er ég búin að gefa mér þangað til á morgun að koma öllu fyrir á nýja heimilinu. Það hefst vonandi, en Andrés var píndur fram á nótt að bora upp hillur fyrir mig og bera hluti fram og tilbaka. Ástæðan er sú að ég ætlaði að halda smá kaffiboð á morgun handa fjölskyldunni og vinkonum og mig langar ekki að fá fólk í heimsókn og þurfa að bjóða þeim sæti ofan á kössum, það er bara ekki alveg nógu lekkert. Síðustu dagar annars hafa verið mjög góðir á þessum nýja stað og þvílíkur draumur sem það er að hafa fengið vinnustofuna, -Andrés eyðir reyndar mjög miklum tíma þar inni og ég sé fyrir mér að þetta verði eins og með pabba… alltaf úti í bílskúr að vinna og ekkert heima. En í staðinn fæ ég þó hvít og fín garðhúsgögn sem hann er að spreyja fyrir mig og kommóðan langþráða klárast eftir örfáa daga:)

Hér eru tvær símamyndir af slotinu.

IMAG5165

Til hægri má sjá glitta í skenkinn sem ég splæsti á okkur undir tv-ið (það er ástæða að ég klippi myndina þarna haha). Og eins og þið sjáið þá er ég að sjálfsögðu eftir að hengja upp allar myndir.

IMAG5166

Ég bannaði Andrési að fara að sofa í gær fyrr en að þessi hilla væri komin upp ég var svo hrikalega spennt að fá að raða í hana:)

S & A glösin frá Design Letters gaf ég okkur í innflutningsgjöf, en mig var búið að langa lengi í þannig.

Vonandi hefur helgin ykkar verið ljúf og þvílíkur lúxus að það er einn dagur eftir!

-Svana

VANTAR: UNDIR SJÓNVARPIÐ

Skrifa Innlegg

15 Skilaboð

  1. Kolbrún Ósk Ómarsdóttir

    8. June 2014

    Fáum við að sjá skenkinn seinna ??

    • Svart á Hvítu

      8. June 2014

      Jújú, þegar allt er komið á sinn stað:) Þetta er eina hornið á heimilinu sem er ok enn sem komið er haha:)

  2. Thelma

    8. June 2014

    Ekki veist þú sirka verðið á svona string hillu eins og þú átt?

    • Svart á Hvítu

      9. June 2014

      hmmm hún var á 20+…. man ekki nákvæmlega hversu mikið, en alveg viðráðanlegt:)

  3. Erla

    8. June 2014

    Æðislegur skenkurinn, hvaðan er hann?

  4. Marta Kristín

    10. June 2014

    Skenkurinn, stólinn, myndirnar og hái blaðabúnkinn. Dæshh… fallegt :)

  5. Dagný Skarphéðinsdóttir

    10. June 2014

    Mig langar endilega að sjá mynd af skenknum þar sem ég er í nákvæmlega sömu hugleiðingum. En þar þá ekki að bora gat eða eitthvað fyrir snúrurnar og sonna. Eða er svoleiðis?

    • Svart á Hvítu

      10. June 2014

      Jú það er reyndar gallinn… það þarf að bora fyrir snúrunum, er samt ekki ennþá búin að því:)
      Skelli inn mynd við tækifæri… þarf bara fyrst að ákveða hvað á að vera ofan á skenknum annað en tv-ið ;)
      -Svana

  6. Edda Magnúsdóttir

    11. June 2014

    Hæ Svana :) Ég er búin að vera að leita að svona stringhillu, veistu hvort þetta fæst hérna heima?

  7. Agla

    13. June 2014

    Fyrri parturinn í júní er alltaf svo skemmtó – afmælisgírinn í hámarki ;) Þetta var þvílíkt góð helgi hjá okkur (ég er ennþá södd sko).

    Er alltaf að verða hrifnari og hrifnari af S&A bollunum, held ég fari að ráðum þínum og splæsi í svona fyrir systu :)

  8. Sveindís

    14. June 2014

    Hæ, er hvíti skenkurinn úr Ikea? Geturðu sagt mér ca. hvað hann kostar og málin af honum? Hann lítur út fyrir að vera mjög flottur :)