fbpx

VANTAR: UNDIR SJÓNVARPIÐ

Fyrir heimiliðIkea

Ég er búin að gefa mér 4 daga til að klára að koma öllu fyrir, þ.m.t. að hengja upp ljós og hengja upp allar myndir, ástæðan er sú að ég ætla mér að halda smá afmælisboð á mánudaginn næsta og þá þarf íbúðin að sjálfsögðu að sýna sínar bestu hliðar. Ég tapaði reyndar sjónvarpsbaráttunni og hér eftir verður sjónvarpið í stofunni eins og hjá flestu eðlilegu fólki. Ég ætla þó að kaupa sérmubblu undir þetta sjónvarpsferlíki því ég tek fyrir það að fallegi skenkurinn okkar verði að sjónvarpsmubblu! Ég er með eitthvað mjög einfalt í huga og helst það sem tekur sem minnsta athygli því ekki vil ég að sjónvarpið sem ég er svo lítið hrifin af verði miðpunktur stofunnar, ónei.

Þessar Ikea mubblur hér að neðan koma vel til greina…
aaf17a3e47e79e5b478ab8417459591564af49fb20c7505571070073aa933bfbd8b9ff818fb6b20a603ff00dc5a5662d 0f62a038d835f12129cc0ab011bf8bf3759b1df63785cdefd7ce639e4c060b8c

Ikea Besta skenkurinn verður 99% fyrir valinu og ég myndi vilja hafa hann upphengdann.

Ég held að hann komi vel út með skenknum sem við eigum fyrir, s.s. taki ekki athygli frá honum, og svo er ég ekkert mjög hrifin af því að blanda mörgum viðartegundum saman og því verður hvítt fyrir valinu.

Núna þarf ég bara samþykki frá einum, og þá skunda ég af stað. -Eða þarf ég kannski ekkert að fá já?

:)

 P.s. Netið er komið! Vúhú

MYND DAGSINS

Skrifa Innlegg

21 Skilaboð

  1. Dagmar

    5. June 2014

    Sæl! Ég er einmitt að leita mér að svona upphengdum háglans skenk! Eru þetta ekki bara skápar í Ikea sem maður setur saman og fær sér svo borðplötu á – eða er þetta skenkur? Væri frábært að fá þá tengill á hann – finn þetta alla vega ekki inn á ikea.is…

    • Svart á Hvítu

      5. June 2014

      Hæhæ, mér sýnist þetta vera bara svona skápakerfi sem þú raðar sjálf saman… og jú hægt að setja borðplötu ofan á. Finnst þetta frekar óskýrt inni á vefsíðunni þeirra, en ætla að kíkja í dag og skoða hvernig þetta virkar betur:) Sá þessar útfærslur bara á pinterest.
      http://www.ikea.is/search?utf8=✓&search=besta

    • Svart á Hvítu

      5. June 2014

      Fór að skoða /og kaupa í dag… frekar mikið af útfærslum til, ég þurfti aðstoða starfsmanns til að skilja þetta, alveg heil Besta deild:) í rauninni er útgáfan sem ég fékk mér bara eins og skenkur, hægt að setja fætur undir og alles. Og engin þörf á sérborðplötu nema þú viljir hafa úr e-u öðru efni eins og virðist vera á neðstu myndinni þá t.d. úr við!
      -Svana

      • Guðrún

        8. June 2014

        Má ég spyrja hvað þú borgaðir fyrir skenkinn í heild? Er mjög hrifin af þessari lausn :)

        • Svart á Hvítu

          8. June 2014

          Hæhæ já, þetta kostaði 31þús …. Ekkert gefins, en þó ódýrara en flestir skenkar sem í boði eru í dag!:)

  2. Rósa

    5. June 2014

    Þetta er svona skápakerfi sem maður púslar sjálfur saman. Á Bestå skenk sem ég nota undir sjónvarpið og hann kemur rosa fínt út :) Hægt svo að hengja upp, kaupa fætur á og svona skemmtilegt.

  3. Anna

    5. June 2014

    Við erum með tvo samlihhjandi, upphengda Besta skápa (120*40*38) undir sjónvarpinu. Erum mjög ánægð. Þarf samt að fiffa smá fyrir snúrur (bora gat aftan á skápinn) og svo erum við með lítinn móttakara hjá sjónvarpinu þannig að við getum notað fjarstýringarnar til að stjórna afruglara, dvd og appletv sem er inn í skáp.

    • Svart á Hvítu

      5. June 2014

      Snilld að geta falið allt draslið inni í þessu, ætla einmitt líka að bora fyrir snúrunum, -var s.s. að kaupa mér áðan:) Er mjög spennt að fá þetta upp!

    • Elín Sigrún

      30. June 2014

      Hæ,
      Hef alltaf langað í svona sjónvarpsskáp en einmitt það sem stoppar mig eru fjarstýringarvesen. Hvernig móttakara er þetta sem þið eruð með?

  4. Anna

    5. June 2014

    Já, og snilld að auka skápaplássið í stofunni, er með dvd, tímarit og skófla barnadóti inn í þegar það koma gestir :)

  5. Ásta

    5. June 2014

    Snilldarlausn! Búin að vandræðast lengi með stofuna hjá mér (að fá skenk) Takk takk takk!

  6. Anna H

    5. June 2014

    Alger snilld er búin að vera að vandræðast með þetta sama. Nú er lausnin komin :) Takk Takk.

  7. Þessar skápaeiningar eru algjör snilld og koma vel út hvar sem er! Ég hef lengi spáð í að fá mér háu og grunnu skápana til að hafa sem smá hirslu inni í stofu þar sem að mig *bráðvantar* eina slíka!

  8. Arna

    5. June 2014

    Ó en fallegt! Nákvæmlega sömu vandræði á mínum bæ! Hvað heita þessar hillueiningar?

  9. Gígja

    5. June 2014

    Er sjálf með svona skáp/skenk og finnst þetta hin besta lausn og látlaust undir sjónvarpið ;-)

  10. Elísabet Gunnars

    5. June 2014

    En dásamlegt að það sé komið net. Ég gef mitt græna ljós á þennan ágæta skenk. :)

  11. Jóhanna

    7. June 2014

    Og hvort valdiru þér hvítan, eða háglans hvítan?

    • Svart á Hvítu

      8. June 2014

      Ég íhugaði það ekki fyrr en að ég las þetta komment haha, ég s.s. tók bara einhverjar tvær hillur af lagernum án þess að vita að það gæti verið háglans eða ekki… úbbs.
      En eftir að skenkurinn kom upp komst ég að því að ég hafi tekið háglans. Kemur vel út, en þarfnast þó meiri þrifa:)
      -Svana

  12. Lóa

    24. May 2015

    Langaði að forvitnast aðeins með Besta skenkinn. Er hægt að fá plötu ofan á eða ertu með staka skápa og þá skil á milli þeirra þ.e rendur ofan á þeim milli einingana??

    • Svart á Hvítu

      25. May 2015

      Hæhæ, það er hægt að fá skápana í nokkrum stærðum t.d. 1, 2 og 3 skápa. Ég er t.d. með tvo skápa og svo kaupi ég stakar hurðar á skápinn. Það er því engin plata ofan á, bara partur af skápnum sem þú velur þér og setur svo saman með hurðum að eigin vali.
      Ef ég skil spurninguna rétt:)
      -Svana