fbpx

HEIMILIÐ Í VINNSLU…

HeimiliPersónulegt

Ég átti von á góðum gestum í gærkvöldi og þá að sjálfsögðu taka konur til en ekki hvað og þá er um að gera að nýta líka tækifærið og smella af myndum fyrir bloggið. Ég er hægt og rólega að græja heimilið, það liggur ekkert á þó svo að ég væri oft til í að vera örlítið hraðskreiðari þegar kemur að þessum málum. Enn er eftir að hengja upp ýmsar myndir og svo er það barnaherbergið sem hefur verið í smá vinnslu í vikunni. Ég var orðin kasólétt þegar við fluttum hingað inn síðasta sumar svo þá nennti ég litlu, svo þegar krílið kom nennti ég enn minna og svo þegar krílið stækkaði þá er enginn tími orðinn eftir til að dúlla sér mikið við heimilið. En góðir hlutir gerast hægt og ég er viss um að það styttist í að mér finnist allt vera orðið “klárt” hér heima.

20150725_19140620150725_084228

Gott að fá smá hjálp við tiltektina…

20150725_191424

Þessi fínu blóm týndi ég fyrir utan hjá mér korteri áður en gestirnir mættu, falleg og ókeypis skreyting.

20150726_131815

Hillurnar eru loksins komnar upp á vegginn og þá er næsta skref að hengja upp myndir í kring. Það er ekkert grín hvað barnið mitt hefur fengið mikið af plakötum gefins, ég held hann eigi um 7 stk á lager. Núna þarf ég að velja nokkur úr og hengja á vegginn. Kindina keypti ég fyrir nokkrum árum í Hollandi og ég veit því miður ekki hvar svona fæst í dag því ég fæ reglulega spurningar um hana. B-ið (teikningin) er eftir Heiðdísi Helgadóttur og það fæst í Petit.is.

20150726_131921

Þessa uglu teiknaði Heiðdís líka og gaf Bjarti þegar hann var í heimsókn á vinnustofunni hennar, en það er ótrúlegt hvað lítil börn verða heilluð af þessum stóru augum. Loftbelginn teiknaði einnig vinkona mín og teiknisnillinn Bergrún Íris og mér þykir ofsa vænt um hann. Fuglinn er eftir Kay Bojesen og sæti sveppalampinn er frá Tulipop svona fyrir áhugasama.

20150725_143246

Þessa tréperlufesti fann ég fyrir stuttu í Garðheimum og það var ekki fyrr en í gær að ég ákvað hvar ég vildi hafa hana. Svefnherbergið hafði verið smá tómlegt og því var tilvalið að skella henni fyrir ofan rúmið, kortin sem eru núna á festinni voru bara næst hendi en ég held ég setji frekar bara fjölskyldumóment þangað upp við tækifæri. Æj svona næst þegar ég fæ nennuna;)

Vonandi var helgin ykkar ljúf og góð!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

HOME SWEET HOME : JELLYPARTY

Skrifa Innlegg

19 Skilaboð

  1. Ragnhildur

    26. July 2015

    Fallegt heimilið ykkar. Dream catcherinn er æði!

  2. Fallegt hjá þér eins og alltaf – mér finnst nú meira klárt hjá þér en mér! ;) En hvernig festirðu kortin og myndirnar á tréperlurnar?

    • Svart á Hvítu

      26. July 2015

      Ég notaði bara bréfaklemmur:) Gylltar og fínar úr söstrene!Ég ætla þó mögulega að gata myndirnar sem ég set næst á og hengja þær á með smá spotta.

  3. Hrefna Dan

    26. July 2015

    Alltaf svo fínt hjá þér, perlufestin er snilldar lausn og mikið er orðið fínt herbergið hjá prinsinum!

  4. Nanna

    26. July 2015

    Fallegt heimili :)
    Hvaðan er mottan í barnaherberginu?

  5. Hildur

    26. July 2015

    Hvaðan er dream catcherinn?

  6. Jóna

    27. July 2015

    Æðislegt heimilið ykkar :-)
    Hvaðan er ljósa B-ið inni í barnaherbgi ?

  7. Erna

    27. July 2015

    mjög flott! En hvaðan er svarti bakkinn með iittala kertastjökunum og því? :)

  8. Rúna

    28. July 2015

    Virkilega fallegt hjá þér alltaf :)
    Hvaðan kemur hraunaði kertastjakinn sem er með Kastehelmi og Alvar Aalto stjakanum á bakkanum?… er þetta iittala?

    • Svart á Hvítu

      28. July 2015

      Takk fyrir:) Þetta er gamall iittala frá ömmu… er ekki lengur í framleiðslu er ég nokkuð viss:)

      • Anonymous

        29. July 2015

        Æði ég var einmitt að fá einn frá ömmu minni :)

  9. Benný

    2. August 2015

    Hvaðan er kindin í barnaherberginu?

    • Svart á Hvítu

      2. August 2015

      Haha…. ég skrifa undir myndina ” Kindina keypti ég fyrir nokkrum árum í Hollandi og ég veit því miður ekki hvar svona fæst í dag því ég fæ reglulega spurningar um hana.”

      :)

  10. Linda Hrönn

    5. August 2015

    Æðislega flott hjá þér allt saman :) Mig langar svo að forvitnast, hvort ertu með minni eða stærri týpuna af koparljósinu?