fbpx

HEIMILI ÓLAFS ELÍASSONAR ER DRAUMI LÍKAST

Heimili

Heimili heimsfræga listamannsins Ólafs Elíassonar er draumi líkast en það er nú til sölu. Húsið sem er eins og klippt úr ævintýri ( sjá útihurðina sem er eins og ugla ) er 270 fm og er staðsett í Hellerup sem er rétt utan Kaupmannahafnar. Það sem er áhugaverðast að mínu mati er að sjá nokkur listaverka hans í svona persónulegu umhverfi en ekki í listasöfnum þar sem ég hef venjulega séð þau. Það hefur alltaf verið mikið talað um Ólaf Elíasson í minni fjölskyldu en afi minn og amma hans voru systkini, og þar af leiðandi allir í fjölskyldunni hálfgerðir aðdáendur og mikið dáðst af hans afrekum sem eru þónokkur.

En það er enginn vafi á því að þetta er með glæsilegra heimili sem sést hefur og eitt er víst… ég mun aldrei gleyma þessari uglu-hurð.

Myndir Boliga / via Smartland

Hvað finnst ykkur um þetta ævintýralega heimili og mikilvægara er … gætuð þið hugsað ykkur uglu útidyrahurð? Ég óska ykkur annars góðrar helgi !

NÝTT FRÁ IITTALA // 2018

Skrifa Innlegg