fbpx

HEIMA : NÝTT

HeimiliPersónulegt

Ég eignaðist þetta fallega 2013 rif-dagatal í dag og var ekki lengi að finna stað fyrir það í stofunni áðan:) Það er eftir Snæfríð Þorsteins og Hildigunni Gunnars og það fæst í SPARK design space á Klapparstíg / Hafnarborg.


 Ég átti líka 2012 útgáfu þess, en þær hanna það árlega.. í fyrra var það svart en í ár fölbleikt og fagurt.
Það er reyndar ýmislegt á þessum myndum sem ég hef ætlað að sýna ykkur í smá tíma…
-Byrjum á lundanum sem er fyrsti fuglinn sem ég stoppaði upp og ég er mjög stolt af, eins túristalegur hann er þá mun hann alltaf eiga sinn stað á heimilinu mínu:) Vaninn er þó hjá uppstoppurum að mála gogginn og lappirnar því að með tímanum fölnar liturinn, en ég er bara eftir að gera það við minn.
En númer 2 er skenkurinn sem hann Andrés minn smíðaði handa mér og er hinn fullkomni skenkur að mínu mati.
Á myndinni glittir reyndar líka í dásamlega svart hvíta teppið mitt sem ég fékk í Ikea um daginn og heitir það Eivör!
:)

JÓLATRÉ Á VEGG

Skrifa Innlegg

19 Skilaboð

  1. Ásta Sigrún

    8. December 2012

    Oh hvað ég vildi að ég þekkti einhvern sem kynni að gera svona skenk. Hann er dásamlegur:)

  2. Hildur systir

    8. December 2012

    Ég var að skoða dagatalið á spark facebook síðunni í dag, svaka flott, ég væri alveg til í að eiga svona

  3. Daníel

    8. December 2012

    vá flottur lundi :)

  4. Íris

    8. December 2012

    Æði :)
    Hvað kostar dagatalið?

  5. Kristbjörg Tinna

    8. December 2012

    Er að spá í að eignast þetta dagatal fyrr en seinna :)

    • Svart á Hvítu

      8. December 2012

      Jáááá það er líka svo afskaplega fallegt:) Þau verða komin í Hafnarborg á morgun…

  6. Sara

    8. December 2012

    Alltaf jafn skemmtileg dagatölin þeirra :-)

  7. Þórhildur Þorkels

    8. December 2012

    æðislegur skenkur! heppin þú :)

  8. Erla

    9. December 2012

    Skenkurinn er æði

  9. Valdís

    9. December 2012

    Þú verður að fyrirgefa en skenkurinn var það eina sem komst að í mínum pælingum þegar ég sá myndina. Gvuðdómlegur og greinilega alger fag-maður sem þú átt. Slef og öfund.

  10. Dúdda

    9. December 2012

    Rosa flottur skenkurinn! Er mjög svo hrifin af dagatalinu líka!

  11. Arndís

    9. December 2012

    Allt svo fínt, skenkurinn er æði! Veistu hvort það sé einhversstaðar hægt að kaupa uppstoppaða fugla, lunda eða krumma jafnvel? :)

    • Svart á Hvítu

      9. December 2012

      Það er hægt að kaupa Lunda t.d í versluninni Geysi og Rammagerðinni… En aðra fugla eins og krumma þarftu að fá uppstoppara til að gera verkið fyrir þig.. og þá helst koma sjálf með fuglinn. Sumir eiga einhvað á lager en það er þó ekki mjög algengt. Verðið á þeim getur samt verið í kringum 80þús.. En lundarnir í túristabúðunum eru í kringum 25þús, þeir eru samt ‘fjöldaframleiddir’ og því ekki rosa vel gerðir.
      -Svana:)

      • Arndís

        9. December 2012

        Takk takk, athuga þetta :)

  12. Birna Helena

    9. December 2012

    Vá hvað þetta er allt fallegt en skenkurinn vakti þó sérstaka athygli mína og mér finnst skemmtilegt að sjá að hann sé heimagerður, kannski að maður fari að plata smiðinn sinn í að gera e-ð svona :D

    • Svart á Hvítu

      10. December 2012

      Já ég mæli með því.. svo skemmtilegt líka að eiga húsgagn eftir manninn sinn, slík húsgögn fara aldrei úr tísku:)