Þá er tómi veggurinn í borðstofunni ekki lengur einmanna en loksins lét ég verða að því að velja mér plaköt á vegginn. The Poster Club er spennandi hönnunarfyrirtæki sem staðsett er í Kaupmannahöfn og framleiðir hágæða plaköt og prentverk eftir bæði upprennandi og virta listamenn með áherslu á norrænan stíl, tísku og innanhússhönnun. Mér þykir heiður að fá að vinna í samstarfi með þessu vandaða fyrirtæki og hlakka til vonandi áframhaldandi samstarfs.
Ég gæti auðveldlega hafa valið mér 10 verk svo fallegt er úrvalið en ákvað að byrja á tveimur skemmtilegum myndum sem passa vel í borðstofuna en veggurinn þar er fölgrænblár og litirnir í myndunum draga fram litinn á veggnum. Myndirnar heita Mellow og Contrasts en einnig valdi ég mér eina svarthvíta í minni stærð, Shells sem ég á eftir að finna endanlegan stað. En byrjum á því að kíkja á borðstofuna –
Svarthvíta myndin heitir Shells og kemur í stærðunum 30×40 / 50×70 / 70×100 /
Þetta tekk borðstofuborð er farið að láta á sjá eftir 10 ára notkun á okkar heimili að undanförnum líklega 40 árum á fyrra heimili. Eins og þið vitið líklega mörg nú þegar þá kýs ég að gera hlutina hægt og rólega og vanda valið, einn daginn kemur því hingað inn drauma borðstofuborð ♡
Myndin til vinstri, Contrasts kemur í stærðum 30×40 / 50×70 / 70×100. Myndin til hægri heitir Mellow og kemur í sömu stærðum. Þessar myndir eru báðar í 50×70 cm.
Ég er mjög ánægð með útkomuna og hlakka mikið til að bæta við fleiri fallegum myndum á veggina. Fyrir áhugasama þá sendir The Poster Club til Íslands og ég var aðeins nokkra daga að fá mínar myndir sendar heim.
Linkar yfir í vefverslun:
Skrifa Innlegg