fbpx

HALLÓ HEIMUR – 3 MÁNUÐUM SÍÐAR

Persónulegt

Halló heimur 3 mánuðum síðar… eða eru það að verða 4 kannski? ♡

Dóttir mín, Birta Katrín fæddist þann 4. júní og mætti segja að fyrst núna í lok septembermánaðar hef ég tíma til að setjast niður í ró og næði að skrifa nokkur orð. Ég áttaði mig nýlega á því að ég átti alveg eftir að segja frá dóttir minni hér á blogginu mínu, en það eru ekki allir sem fylgja mér á Instagram þar sem ég var búin að setja inn mynd af litlu skottunni minni.

Það er yndislegt að eiga sumarbarn en þeir sem segja það vera besta tímann af öllum eiga án efa við að það sé fyrsta barn haha. Eldri systkini fá að sjálfsögðu sitt sumarfrí svo við höfum ferðast mikið öll saman um landið (æðislegt) og lillan okkar búin að fara töluvert víðar en bróðir hennar gerði nýfæddur, það var dagskrá nánast alla daga í sumar auk þess að húsið okkar var undirlagt af framkvæmdum þar sem verið var að laga og múra það að utan. Ég tók einnig þá ákvörðun að vinna í orlofinu og hef sinnt ýmsum verkefnum síðan Birta Katrín kom í heiminn en hún hefur verið einstaklega ljúf og með þessu móti getum við verið saman í heilt ár í orlofi í stað 6 mánaða sem er venjan og ég vinn þá alltaf þegar hún tekur daglúra. Svo það að vera þreytt eignaðist alveg nýja merkingu haha.

Birta Katrín er nefnd í höfuðið á bróðir sínum (Bjartur, sem er einnig nafnið á langafa) og mömmu minni (Katrín), það kom nánast ekkert annað nafn til greina frá upphafi en ég viðurkenni að ég kalla hana ennþá oftast lilla ♡Hún verður vonandi skírð sem fyrst eða þegar aðstæður leyfa allri fjölskyldunni að koma saman og fagna. Það hefur verið sérstakt að bæði vera kasólétt og verandi núna með ungbarn með kórónuveiru yfirvofandi en það er ekkert annað í boði en gera það besta úr ástandinu. Ég er þakklát út fyrir endamörk alheimsins að hafa fengið þessa skottu og gleðigjafa inn í líf okkar en undanfarnir mánuðir hafa verið vægast sagt sérstakir, en ég kvaddi bæði ömmu mína og afa sem var afar erfitt, en þá var ómetanlegt að hafa eina síbrosandi og káta lillu til að minna á allt það góða í lífinu.

Ég er annars ótrúlegt en satt enn að dúlla mér að gera barnaherbergið tilbúið þar sem áður var geymsla svo almáttugur hvað það hefur verið tímafrekt, ég er sem betur fer róleg yfir öllu svona og finnst nýfædd börn ekkert þurfa nema rétt svo örfáar flíkur til skiptanna, bleyjur og mömmu sína fyrstu vikurnar ♡ Ég vildi annars bara rétt svo koma hingað inn og segja hvað er að frétta, dálítið kannski að brjóta ísinn eftir langann tíma frá persónulegum færslum hér á blogginu:)

Halló heimur – hér 3 daga gömul nýkomin heim af spítalanum.  

Ótrúlegt hvað þau stækka hratt, hér orðin 2 mánaða gömul.

Sumarið okkar í hnotskurn … ég útí móa að gefa lillu ♡

3 mánaða monsa –

Gæti sko borðað þessar bollukinnar ♡

Og ein af okkur mæðgum í lokin, takk fyrir að lesa ♡

FALLEGT INSTAGRAM TIL AÐ ELSKA : SMEKKLEG & MEÐ GRÆNA FINGUR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

5 Skilaboð

  1. Andrea Röfn

    25. September 2020

    Yndislegu mæðgur <3

  2. Kolla Hrafnkels

    25. September 2020

    Hún er algjör dúlla, til hamingju með hana elsku Svana <3

  3. Arna Petra

    25. September 2020

    <3 falleg færsla!

  4. Rakel

    25. September 2020

    Elsku monsa <3

  5. Andrea

    29. September 2020

    Nei sko ég trylllist yfir Birtunni ❤️❤️❤️
    Dásamlega falleg