fbpx

GULLFALLEGT SÆNSKT HEIMILI

Heimili

Ég trúi því varla að það sé komin helgi aftur, stutt vika að baki en góð helgi framundan! Ég ætla að eyða minni uppi í bústað með frábæru vinkonu mínum + mökum + krakkagormum. Ég er þó orðin mjög spennt fyrir næstu viku, á þriðjudaginn er jú 17.júní eins og þið flest vitið, og í fyrsta sinn hafði ég hugsað mér að taka þátt í Austurgötuhátíðinni sem haldin er núna árlega í Hafnarfirðinum. Flestir íbúar götunnar taka þátt á einn eða annan hátt, sumir selja heimabakstur, handverk, skran og annað skemmtilegt. Ég hafði hugsað mér að renna aðeins í gegnum nokkra kassa úti í skúr og finna til sitthvað til að selja á spottprís! Meira um það eftir helgi:)

Hér er eitt gullfallegt sænskt heimili til að veita ykkur innblástur yfir helgina… það veitir mér allavega svo sannarlega innblástur! SH1 SH1b SH2 SH5SH7 SH8 SH9

Hvítu veggirnir, svörtu gólfin, muuto viðarhankarnir og plakataveggurinn í eldhúsinu, bjútífúl!

En yfir í annað! Þið ykkar sem ætlið að eyða helginni í bænum! Þá er alveg möst að kíkja á þennan flotta Pop up markað sem haldinn verður á morgun á KEX Hostel:)

coverphoto_popup_2

Miklar smekkdömur sem standa að markaðnum og vel hægt að gera góð kaup af hlutum fyrir heimilið, barnavörum og snyrtivörum!

Eigið góða helgi:)

 

FLOTT HEIMILI MEÐ PLAKÖTUM

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Fatou

    13. June 2014

    Úúúú, kannski ég dríf loksins í Fjörðinn góða á 17.júní … þá kem ég við á Svönusölu ;)

  2. Berglind

    13. June 2014

    Austurgötuhátíðin er svo skemmtileg, bíð spennt :)