fbpx

GULLFALLEGT & EINSTAKT ÁSTRALSKT HEIMILI

Það er fátt skemmtilegra en þegar ég rekst á heimili þar sem ég gæti hugsað mér að búa – og ennþá betra ef ég fæ kitl í magann að skoða myndirnar. Hér er einmitt slíkt heimili á ferð, sem gefur kitl í magann því svo fallegt og persónulegt er það. Bleik eldhúseyja með gylltum innréttingum, brúnum marmara, nóg af persónulegum munum og listaverkum og útkoman er eitt stórt VÁ! Þetta allt saman ásamt flennistórum gluggum og fallegum klifurplöntum sem gefa enn meira líf. Útkoman er fullkomin. Þetta glæsilega heimili birtist á síðu ástralska Design Files og hægt er að skoða viðtalið við húseigendur þar.

 

Myndir : The Design Files 

Hvað finnst ykkur um þessa innblástursprengju?

Heimili akkúrat eins og ég vil hafa þau, fullt af óvæntum atriðum, persónuleika, sjarma, bleikum & gylltum litartónum og hrikalega góður smekkur.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

FALLEGT FYRIR BARNAHERBERGI // HANDGERÐAR DÝRAMOTTUR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. 16. January 2019

    Vá hvað þetta er fallegt og frískandi! Takk fyrir að deila :)