fbpx

GULLFALLEGT 2020 DAGATAL EFTIR HANDHAFA HÖNNUNARVERÐLAUNA ÍSLANDS

Íslensk hönnunÓskalistinn

Má bjóða ykkur að sjá splunkunýja – gullfallega – íslenska hönnunarsnilld! Ég er bálskotin og er þegar búin að leggja inn pöntun fyrir einu stykki.

Genki Studios er nýstofnað hönnunarstúdíó sem heyrir undir Genki Instruments, handhafa Hönnunarverðlauna Íslands 2019. Fyrsta vara Genki Studios er fallegt hönnunardagatal fyrir árið 2020 hannað af þeim Þorleifi Gunnari Gíslasyni og Jóni Helga Hólmgeirssyni.

Endurtekning hins daglega amsturs varpar skugga á þá staðreynd að flest okkar skynjum við tíma sem línulegan — óstöðvandi taktfast slag. 2020 Artisan Calendar dagatalið sýnir þér lífið dag frá degi, mánuð til mánaðar, eina línu í einu.

Dagatalið kemur í tveim gerðum. Gyllt prentun á hvítan 170 gr. Munken pappír og Gyllt prentun á svartan 160 gr. Colorit pappír. Stærð prentsins er 50 x 70 cm og passar því í algenga stærð ramma. 

Dagatölin eru afhent upprúlluð í áprentaðri gjafaöskju. Hægt er að kaupa 2020 Artisan Calendar dagatalið á byGenki.com og kostar það 5900 krónur. Einnig er hægt að kaupa dagatalið í verslunum Akkúrat Aðalstræti og Laugavegi, Heima Market Laugavegi, Hönnunarsafnið Garðabæ og í Epal Skeifunni + netverslun. 

Eruð þið að sjá þessa fegurð, ég get ekki beðið eftir að setja mitt uppá vegg!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

PANTONE LITUR ÁRSINS 2020 // CLASSIC BLUE

Skrifa Innlegg