fbpx

GLEÐILEG JÓL ♡

Persónulegt

Ég vil óska ykkur gleðilegra jóla og vona svo sannarlega að jólin ykkar verði yndisleg! Jólin koma víst alltaf þó svo að jólatiltekt og bakstur hafi ekki verið strikaður út af to do listanum eins og í okkar tilfelli. Hér er ennþá allt út í kössum og jóladótið ofan í kassa fyrir utan jólatréð og nokkra hluti sem Bjartur týndi á það. En ég tek fagnandi á móti minni uppáhalds hátíð og ætla að fá að vera í ár ekki “alveg meðetta”. Við Andrés erum búin að vera í hláturskasti yfir sumu klúðri hjá okkur þessi jólin… mjög skrítnar jólagjafir, risavaxin jólakort með stafsetningarvillum og jólasveinninn með smá gleymsku, elsku kallinn. En hér er ég að ganga tvö um nótt með gleði í hjarta, ég afhenti fyrr í kvöld vinningshafa jólagjafaleiksins í ár vinninginn og það sem hún var glöð. Vinningurinn fór greinilega á mjög góðan stað – eins og hann hefur reyndar alltaf gert.

Jólaknús á ykkur – sérstaklega okkur öll sem erum ekki alveg meðetta þessi jólin;)

Þess má geta að allt fyrir utan þennan ramma var á rústi – haha!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

JÓLAINNPÖKKUN & JÓLAINNBLÁSTUR

Skrifa Innlegg