fbpx

GLÆSILEGT HEIMILI Í GAMALLI VERKSMIÐJU

Heimili

Hversu gaman væri það nú að komast yfir gamla verksmiðju og breyta í fallegt heimili? Hér virðist dæmið hafa gengið alveg fullkomlega upp og er útkoman hin glæsilegasta. Gamalt trégólf sem þótti ekki nægilega öruggt var rifið upp og spýturnar nýttar í hillur og borð sem núna skreyta heimilið, skemmtileg tenging við sögu hússins og um að gera að nýta það sem hægt er. Til að hólfa rýmið aðeins niður var settur upp flottur svartur veggur með gluggum á sem smellpassar við þetta hráa iðnaðarlúkk, og á öðrum stað einfaldlega notaðar gólfsíðar gardínur til að mynda smá vegg.

Hér býr ljósmyndarinn Petra Reger ásamt fjölskyldunni sinni í Bavaria, Þýskaland – kíkjum í heimsókn!

wertvollfotografie-18(1)wertvollfotografie-26(1)wertvollfotografie-9(1) wertvollfotografie-15(1) wertvollfotografie-19(1) wertvollfotografie-20(1)Myndir Petra Reger

Litapallettan er í frekar hlutlausum litum, svart, hvítt og grátt ásamt við og leðri. Það sem gerir stílinn svo skemmtilegann er þessi blanda af gömlum tréhúsgögnum á móti nýrri hönnunarvörum en það sem stendur uppúr hjá mér er Zettels ljós Ingo Maurer sem smellpassar við þennan stíl!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

EKTA SVART & HVÍTT SKANDINAVÍSKT HEIMILI

Skrifa Innlegg