*Búið er að draga úr leiknum*
Það voru þær Karen Emilsdóttir og Inga Ragna Ingjaldsdóttir sem höfðu heppnina með sér. Takk fyrir frábæra þátttöku!
Í samstarfi við verslunina Kokku ætla ég að hafa hrikalega veglegan og flottan gjafaleik sem er jafnframt sá fyrsti á árinu hér á blogginu. Þið þekkið flest verslunina Kokku sem hefur verið stafrækt við Laugaveginn undanfarin 15 ár, jú verslunin á nefnilega stórafmæli í ár og þá skal fagna og ætlum við að byrja á einum góðum gjafaleik! Í Kokku fæst nánast allt sem þarf fyrir eldhúsið og til að leggja fallega á borð og eru allar vörurnar sérvaldar og mjög vandaðar. Í rauninni er ótrúlegt hversu mikið vöruúrval er til hjá þeim á þessum nokkru fermetrum en þið ykkar sem ekki hafið kíkt við í þessa perlu þá er það algjört möst, en þau reka einnig öfluga vefverslun, Kokka.is fyrir ykkur sem hafið ekki tök á að koma við. Jansen+co er eitt af fjölmörgum vörumerkjum sem þar fæst en það er ungt hollenskt hönnunarmerki sem er að vekja mikla athygli um þessar mundir með fersku vöruúrvali sínu. Nýlega komu á markað hrikalega flottir og litríkir kertastjakar sem meðal annars hafa birst í Vogue Living ásamt glæsilegum marmarabökkum en það eru einmitt vörurnar sem hægt verður að næla sér í.
Það verður að segjast eins og er, þessir marmarabakkar eru með þeim allra fallegustu sem ég hef séð. Fersk hönnun með mikið notagildi og efnisvalið er eitthvað svo hrikalega elegant. Klárlega kominn efst á minn óskalista!
Svo eru það kertastjakarnir sem kynntir voru nýlega á hönnunarsýningunni Maison&Objet í París og rötuðu þeir beina leið í Vogue Living sem skapaði þvílíka eftirvæntingu. Þeir eru loksins komnir á klakann og eru alveg æðislegir, bæði stakir og nokkrir saman í hóp. Þeir koma í tveimur stærðum og í þessum litum sem sjást hér að neðan.
Tveir heppnir lesendur verða dregnir út á föstudaginn og fær annar þeirra marmarabakka frá Jansen+co og hinn heppni fær tvo stóra kertastjaka frá Jansen+co, en báðir vinningarnir eru að andvirði 15.900 kr.
Til að skrá sig í pottinn þá þarft þú að:
1. Deila þessari færslu og skilja eftir skemmtilega athugasemd þar sem fram kemur hvort þú viljir eignast kertastjaka eða marmarabakka
2. Setja like við Kokku á facebook – sjá hér
Tveir heppnir verða dregnir út á föstudaginn þann 12. febrúar.
Skrifa Innlegg