Er það ekki alkunn staðreynd að við sofum alltaf betur á hótelum? Mig dreymir um að gera svefnherbergið okkar jafn notalegt og á hótelum og þá er spurning hvað er það sem skiptir mestu máli? Svona fyrir utan það að rúmin eru oftast mjög góð… en þá eiga þau öll sameiginlegt að vera með einhverskonar höfðagafl eða annað sem rammar inn rúmið og gerir það að aðalatriðinu í herberginu. Vissuð þið að við eyðum um þriðjungi af tímanum okkar sofandi? Ætli við eigum þá ekki skilið að vera í hlýlegu og fallegu umhverfi – það finnst mér ♡ Straujuð rúmföt og vel umbúið rúm er einnig mikilvægt og er það viss kúnst að búa um rúm eins og á hótelum en hægt er að finna margar útfærslur og tækni á t.d. Pinterest, varðandi fjölda púða og annað.
Bólstraður höfðagafl sem nær jafnvel alveg á milli veggja er hrikalega flott og það er hægt að útbúa þannig sjálfur ef þú ert handlaginn! Einnig er fallegt að nota allskyns veggþiljur, eða viðarplötur sem eru einnig hljóðdempandi og eru orðnar mjög vinsælar undanfarið. Ég veit ekki alveg í hvaða átt ég hallast mest í – við hjúin eigum reyndar bókað hótel í næstu viku svo ég get aldeilis rannsakað hvað gerir gott hótelherbergi gott ♡
Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri –
Myndir // Svartahvitu á Pinterest
Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg