fbpx

GÆÐASTUNDIR UTANDYRA Í FALLEGU UMHVERFI

Garðurinn

Sumardagurinn fyrsti er rétt handan við hornið og þá er tilvalið að skoða nokkrar myndir af fallegum útisvæðum fyrir fjölgandi gæðastundum utandyra í garðinum, pallinum eða á svölunum. Útisvæðin okkar eru ólík eins og þau eru mörg, sum okkar hafa mjög smáar svalir á meðan aðrir skarta stærðarinnar garði með palli, en stærðin skiptir aldeilis ekki máli því það er hægt að gera minnstu svalir huggulegri en stofuna innandyra með réttum ráðum. Pallurinn eða svalir eiga að vera einhversskonar framlenging á stofunni þegar veðrið er gott og vera hvetjandi til að eyða sem mestum tíma utandyra. Til að gera þessa staði sem huggulegasta þarf að hugsa örlítið lengra en bara garðhúsgögn. Við viljum hafa luktir, mottur, blóm og tré í pottum og jafnvel að draga út innihúsgögnin þegar veðrið er sérstaklega gott. Smáhlutirnir gera svo andrúmsloftið extra spennandi en þá erum við að tala um ljósaseríur, smart púða á stólana og falleg glös ásamt karöflu.

Vonandi veita þessar myndir ykkur innblástur,

Myndir via Ikea Livet hemma og Pinterest // Svartáhvítu

Persónulega er ég hrikalega spennt fyrir sumrinu en við erum að undirbúa mjög skemmtilega ferð til Svíþjóðar en einnig erum við svo heppin þetta sumarið að á þessu tímabundna heimili okkar (hjá mömmu og pabba) er þessi fíni garður og er gengið beint úr eldhúsinu út á pallinn þar sem ég ætla að eyða mínu sumri.

SUNNUDAGSHEIMILIÐ: SMART HEIMILI BLOGGARA

Skrifa Innlegg