FYRSTI Í AÐVENTU ☆

DIYHeimiliJólaPersónulegt

Þá er fysti dagur í aðventu runninn upp og við eflaust mörg búin að eyða deginum í jólatiltekt eða jólabakstur. Þetta er alveg minn uppáhaldstími á árinu, ég elska myrkrið úti og allar kósý stundirnar sem framundan eru.

Í dag kveikti ég á fyrsta kertinu í heimasmíðaða aðventukransinum okkar og er ég bara nokkuð sátt með hann, ég sendi Andrés með lítinn post-it miða í vinnuna fyrir helgi en á honum var lítil skissa af kransinum sem hann reddaði á engum tíma. Í miðjunni er fræst út nokkurskonar skál svo hægt sé að setja skraut eða jafnvel smákökur í, og svo fann ég kertahaldarana í lagnadeildinni í Bauhaus.

IMG_1637

Svo var skellt nokkrum könglum og stjörnum í stjakann með smá dass af glimmeri. Andrés er aðeins litaglaðari en ég og er þegar búinn að gera tvær tilraunir að troða annaðhvort eplum eða grænu greni í kransinn, við sjáum hvort honum takist það þegar líður á mánuðinn!

IMG_1630

IMG_1636

Æj og svo asnaðist ég til að spreyja aðventuljósið svart sem er í gluggakistunni, nema hvað að það hætti að virka því ég passaði mig ekki nógu vel og það hefur eflaust farið smá lakk ofan í tengin. Þarf því að kaupa mér nýtt í vikunni.

20141130_17320720141130_172930

Það er allavega orðið nokkuð kósý hér heima.

Vonandi var helgin ykkar glimrandi góð!

Fylgstu endilega með Svart á hvítu á facebook -hér 

TRYLLT AFMÆLISÚTGÁFA SJÖUNNAR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Fatou

    30. November 2014

    Haha! Ég kannast sko við að eiga mann sem er litaglaðari en maður sjálfur! Alltaf sama baráttan að skreyta fyrir jólin :)