fbpx

FYRSTA ÍBÚÐIN ♡

Persónulegt

Nýlega festum við fjölskyldan kaup á okkar fyrstu íbúð en eins og þið flest vitið fluttum við inn á foreldra mína í byrjun árs til þess að ná þessum áfanga, að geta lagt nógu anskoti mikið fyrir til að eiga fyrir útborgun í íbúð. Við vorum vissulega ekki að byrja á núllpunkti enda eigum við margra ára sambúð að baki en það vantaði uppá þennan herslumun sem er erfitt að ná þegar borga þarf háa leigu um hver mánaðarmót. Nýja heima er falleg og björt íbúð staðsett í gömlu hverfi hér í Hafnarfirðinum. Húsið þarfnast smá viðhalds en það er ekki mikið sem þarf að gera innandyra og ég er alveg bálskotin í þessu framtíðarheimili okkar – hér mun okkur líða vel ♡

Við erum ekki alveg strax að flytja inn – en ég kem til með að leyfa ykkur að fylgjast með og ég get ekki beðið eftir að gera þetta heimili að mínu eigin ♡

INNLIT: GLÆSILEGT & STÍLHREINT HEIMILI Í GAUTABORG

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

 1. Sigrún Víkings

  24. July 2018

  Ég hlakka til að sjá þegar þið eruð búin að koma ykkur fyrir ♡

 2. Anna Þórunn

  24. July 2018

  Hjartanlega til hamingju elsku Svana mín og fjölskylda. Þetta verður eitthvað mikið er ég spennt fyrir ykkar hönd ❤

 3. Guðrún Sørtveit

  24. July 2018

  Til hamingju! Ekkert smá falleg íbúð <3 .. og í besta bænum :-D

 4. Guðrún Vald.

  24. July 2018

  Innilega til hamingju með nýja heimilið! 😊👌🏻

 5. Daníel Gauti

  24. July 2018

  Innilega til hamingju! :) Falleg íbúð.

 6. Andrea

  24. July 2018

  Innilega til hamingju …
  Ekkert smá flott hjá ykkur að gera þetta svona og sannar að það er allt hægt þegar viljinn er fyrir hendi. Flott hjá ykkur að safna og leggja þetta á ykkur <3
  Ég gerði þetta nákvæmlega eins á sínum tíma og get lofað þér því að þetta er svo sannarlega þess virði.
  Þið eruð svo flott og dugleg og ég hlakka til að sjá þegar "Svönu touch-ið" er komið
  Love
  A

 7. Anna Margrét

  25. July 2018

  Til hamingju Svana! Hlakka mikið til að fylgjast með 🙌🏼

 8. Johanna

  25. July 2018

  Innilega til hamingju. Skil vel að þið hafið fallið fyrir þessu fallega heimili.

 9. Hafdís Dröfn

  25. July 2018

  Innilega til hamingju með þennan merka áfanga! Verður gaman að fylgjast með þessu hjá ykkur fallega fjölskylda <3

 10. Hrönn Hilmarsdóttir

  25. July 2018

  Vá hvað ég hlakka til að fylgjast með ykkur koma ykkur fyrir 😍

 11. Agla

  26. July 2018

  Svo björt og falleg! Hlakka svooo til að koma í heimsókn!

 12. Ólöf

  6. August 2018

  Hlakka til að fylgjast með.