fbpx

FYRIR & EFTIR: FALLEGT SVEFNHERBERGI

HeimiliSvefnherbergi

Stílistinn og bloggarinn Holly hjá Avenue lifestyle.com birti nýlega myndir af ótrúlega glæsilegu svefnherbergi sínu sem hún tók í gegn fyrr í vor. Þetta er eitt fallegasta svefnherbergi sem ég hef séð og ég fæ hreinlega ekki nóg af því að fletta í gegnum myndirnar, og ekki eru þær fáar. Á bloggsíðu sinni sýnir hún einnig fyrir myndir af herberginu sem er gaman að sjá, ég læt það þó vera að birta þær líka hér svo að þessar fallegu myndir njóti sín sem best.

Litapallettan er í fallegum neutral litum og það er viss ró yfir herberginu, ég þori að veðja að þarna sofi maður vel. Ég fæ mjög margar hugmyndir frá þessum myndum hvernig ég get bætt okkar svefnherbergi, vonandi gefa þær líka ykkur innblástur.

IMG_7169-550x825

Herbergið var allt málað hvítt ásamt því að nýtt gólfefni var lagt en áður var brúnn vínildúkur á gólfinu, -og veggir fjólubláir og bláir!

IMG_7175-550x366

IMG_7133-550x825

Það er eitthvað svo heillandi við að hafa nokkrar raðir af púðum á rúminu, eflaust ekki fyrir þá sem leiðast að búa um rúmið:)

IMG_7148-550x825

Það kemur mjög vel út að hafa ólík náttborð sitthvorum megin, það er algjör vitleysa að þau þurfi endilega að vera í stíl, þetta gefur herberginu bara karakter.

IMG_7166-550x825IMG_7184-550x825IMG_7217-550x825

IMG_7226-550x825

Opin fatahengi með léttum hillum fyrir ofan kemur vel út, en þá er nauðsynlegt að halda sig innan litapallettunnar og velja herðatré og fataslá í ljósum eða hvítum lit til að falla sem mest inn í.

IMG_7231-550x825 IMG_7244-550x825

Antík viðarskápur sem skipt var um höldur á og settar einfaldar höldur úr leðri, hægt að sjá -hér hvernig það er gert.

IMG_7255-550x825

Planta kemur með smá líf og lit í herbergið, ég mæli með því að hafa eina plöntu eða pottablóm í svefnherberginu.

IMG_7257-550x825 IMG_7298-550x825

Ljóst og fallegt og ferskt.

Þvílíkt draumaherbergi, hvernig finnst ykkur það?

INNLIT: FLOTTUR MYNDAVEGGUR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Ragnheiður S.

    13. July 2014

    Óvá.
    Ég er alveg sammála þér í því að þarna hlyti maður að sofa extra vel.

  2. Sandra

    14. July 2014

    Æðislegt! Þarna myndi ég vilja sofa :) Núna langar mig að fara að taka allt í gegn.