fbpx

FUZZY EFTIRLÍKING

Hönnun

Íslenski Fuzzy kollurinn var hannaður árið 1970 af Sigurði Má Helgasyni, og hefur alla tíð verið afar vinsæll sem gjöf, margir ferðamenn kippa stólnum líka með sér heim því að hann kemur í mjög þægilegum umbúðum með haldfangi. Ég var að slæpast á netinu nýlega og rakst á áhugaverða danska hönnunarstofu sem heitir Lop Furniture sem er að framleiða kolla sem eru alveg hrikalega líkir Fuzzy!

Hér að ofan er íslenskur Fuzzy, dropalagaðar og renndar viðarfætur ásamt íslenskri gæru.

Þessar 2 myndir tók ég af facebook síðu Lop furniture en þarna má sjá þrífættann gærukoll með renndum dropalöguðum fótum. Þessi er líka örlítið lægri.

Kollarnir eru óeðlilega líkir til að mögulega hægt sé að segja þetta vera tilviljun!

Halló halló, hvað er í gangi?

RÓSHILDUR & SNÆBJÖRN

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

8 Skilaboð

  1. Kristjana

    15. August 2012

    Finnst þetta einstaklega ómerkilegt og sorglegt hvað er mikið um þetta, líka hérna heima á íslandi og fólk virðist ekkert skammast sín fyrir það að copy-a hönnun (jafnvel án breytinga) og selja hana stolt sem sína eigin.

  2. Litlir Bleikir Fílar

    16. August 2012

    Minn Fuzzy varð bara miður sín yfir þessum fréttum (hann er dálítið viðkvæmur greyjið).
    Þessar eftirlíkingar virðast nú ekki vera fara sigra heiminn-þessi mynd lítur út fyrir að hafa verið tekin á Handmenntar-og Smíðagreinasýningu Ártúnsskóla snemma vors 1996. Svo virkar það ómögulegt að sitja á honum því hann virðist vera sligast undan af eigin þunga (lesist: ljótleika)
    Samt….leiðinlegt :-(

  3. hádje

    16. August 2012

    GROSS

  4. Karl

    16. August 2012

    Það má samt ekki útiloka að tvær manneskjur fái sömu hugmyndina… en þessi „stolni“ minnir mig meira á ódýra hárkollu! :)

  5. Svart á Hvítu

    16. August 2012

    Það virðist alltaf vera hægt að afsaka sig með því að segja bara “ég hef aaaaldrei séð þetta”. Kollurinn er líka alls ekki bara þekktur hér á Íslandi, hann má sjá á mjög mörgum skandinavískum heimilum og hann vann t.d verðlaunin ‘good design award’ árið 2011. Hefði Lop furniture að minnsta kosti farið í gegnum einhverskonar hugmynda/rannsóknarferli þá hefði þessi kollur eflaust aldrei orðið til, að minnsta kosti ekki í þessari mynd:) Það er allavega mín skoðun..

  6. Tinna

    16. August 2012

    Þetta er rosalega gróf eftirlíking!! Svo sýnist mér skv. facebook síðunni þeirra að þeir kosti 3700 DKK. Það er ekkert smá mikið fyrir lélega eftirlíkingu! Er það ekki dýrara en “the real thing”?! Vá hvað mér finnst þetta lélegt og svakalega pirrandi fyrir hönd upprunalegs hönnuðar :/

  7. Agla

    17. August 2012

    Vá spes :/