fbpx

FULLKOMINN SUMARBÚSTAÐUR

Fyrir heimilið

Ég kíkti uppí bústað um helgina með fjölskyldunni og er því í smá stuði að sýna ykkur fallegan sumarbústað þrátt fyrir að slíkar færslur séu almennt ekki vel lesnar – ótrúlegt en satt. Ég meina hverjum langar ekki að eiga fallegan sumarbústað? Það er að minnsta kosti minn draumur að eiga lítið athvarf í sveitinni, helst væri ég til í að fá að gera bústaðinn upp sjálf og dett reglulega á fasteignasölusíður og skoða úrvalið þrátt fyrir að þetta sé mjög fjarlægur draumur. Þessi draumabústaður er hinsvegar staðsettur í Svíþjóð, kíkjum á hann…

hallway.-glossy-concrete-floor-raw-wooden-wall kitchen-with-neutral-hues-and-contrasting-black-and-whitebedroom-with-open-window-and-summer-breeze open-space-kitchen-and-living.-textured-beige-walls outdoor-space- summer-feeling white-modern-kitchen-textured-warm-toned-walls

Myndir via Fantastic Frank

Ef þið viljið kíkja á fleiri fallega sumarbústaði sem ég hef bloggað um kíkið þá endilega á þessa tvo sem eru í miklu uppáhaldi:

Ofur töff sumarbústaður í Svíþjóð  – algjört uppáhalds

Sumarparadís með lúxusyfirbragði

Vonandi er helgin að fara vel með ykkur! Þvílíkur draumur að fá að upplifa Ísland í svona góðu veðri og í svona marga daga, finnst eins og það hafi ekki gerst síðan ég var barn. Yndislegt xx

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

SKANDINAVÍSK LOFTÍBÚÐ

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Guðrún

    30. July 2016

    Það væri svo mikil draumur að geta byggt sinn eigin bústað að skandinavískri fyrirmynd – svona bjarta og opna. Finnst þessi íslensku dimmu viðarbústaðir svo leiðinlegir