fbpx

FRÉTTIR: NÝR & SÆTUR MÚMÍNBOLLI

Hönnun

Núna gleðjast Múmínbollasafnarar landsins því nýr bolli er væntanlegur og hann er ansi fallegur. Það er orðið dálítið langt síðan að ég bætti við múmínbolla í safnið mitt en þessi fallegi bolli er væntanlegur núna í september í takmörkuðu upplagi og ég get vel hugsað mér að næla mér í eintak. Það er dálítið haust í honum að mínu mati, skreyttur fallegri teikningu Tove Jansson af Múmínfjölskyldunni sitjandi við kertaljós. Núna er stóra spurningin, hversu margir bollar eru í þínu safni?:)

Það er svo mikið haust í loftinu að ég er alveg tilbúin til þess að kveðja sumarið og tek glöð á móti komandi kósýkvöldum – helst með heitt te í fallegum múmínbolla ♡

SNÚRAN STÆKKAR & BOLIA BÆTIST VIÐ

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Guðrún Sørtveit

    16. August 2017

    Þessi er ekkert smá fallegur!