fbpx

FLOTTASTI AÐVENTUSTJAKINN

Íslensk hönnunJól

Það styttist í fyrsta sunnudag aðventu og er því tilvalið að draga fram fyrsta kassann af jólaskrauti í vikunni og að sjálfsögðu að huga að aðventustjakanum í ár. HAF hönnunarhjónin þau Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir hafa hannað glæsilegan kertastjaka sem ég sé fyrir mér sem hinn fullkomna aðventustjaka í ár sem má síðan nota allan ársins hring. Stjaki er minimalískur og töff svona óskreyttur en einfalt er að sjá fyrir sér endalausa möguleika að skreytingum, ég veit að minnsta kosti hvernig ég myndi skreyta hann.

“Stjaki er einfaldur en margnota kertastjaki sem hannaður er bæði fyrir venjuleg kerti og sprittkerti. Stjaki er hugsaður fyrir öll tilefni og gaman er að skreyta hann eftir árstíðum. Passa þarf uppá að fara aldrei frá honum með logandi kertum, líkt og við á um aðra kertastjaka. Stjaki er gerður úr stáli sem er pólýhúðað og hönnun og öll framleiðsla fer fram á Íslandi.” HAF.

15178978_10154708022779104_5583984488549961763_n 15109566_10154708023534104_2317840859238863648_n 15181618_10154708024399104_155334887542344806_n

Ljósmyndir: Gunnar Sverrisson

Fyrir áhugasama þá fæst Stjaki í Epal og í Rammagerðinni.

skrift2

HEIMILI FULLT AF HÖNNUN

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Hrefna Dan

    21. November 2016

    Hann er MEGA fínn..einfaldur, stílhreinn og gleður augað! x

  2. Karen Lind

    21. November 2016

    Hrikalega flottur.. mig langar svo í hann!