fbpx

FLJÓTFÆRNIN

DIYPersónulegtStofa

Stundum nenni ég hreinlega ekki að bíða eftir að fá aðstoð til að geta gert hlutina almennilega. Ég var heima í allan gærdag með strákinn minn vegna flensu en ég hef það sem mottó að vera ekki í tölvunni þegar hann er vakandi og því þurfti ég að finna mér eitt og annað að gera yfir daginn. Þá mundi ég eftir þessari frauðplast rósettu sem ég átti ofan í skúffu og ákvað að skella henni upp eins og skot. Svona þar sem að ég hef enga kunnáttu í að aftengja ljós þá ákvað ég bara að skera rósettuna inn að miðju og troða þannig rafmagnssnúrunni í gegn. Svona ekta “skítamix”. Ég er ægilega glöð með að vera loksins komin með rósettu í loftið, en þarf núna næst að finna bestu leiðina til að laga sárið:)

20150829_155824 20150829_160105

Og svo færði ég til og frá myndir á veggjum og leyfði þessum fugli að koma inní stofu og finnst hann bara koma nokkuð vel út:)

Svo vil ég endilega nýta mér aðstöðu mína hér á blogginu og hvetja ykkur til að leggja Unicef á Íslandi lið með því að leggja inná neyðarreikning þeirra. Hægt er að leggja inn á : 701-26-102040 Kt. 481203-2950 eða senda SMSið UNICEF í númerið 1900 og gefa 1.500 kr.

Eigið góða helgi!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

SVANA GOOGLE VOL.1

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Sigrún

    29. August 2015

    Já kannast við fljótfærnina! Svona rósettur eru snilld, líta virkilega alvörulega út! Hvar fékkstu þessa?

    • Svart á Hvítu

      30. August 2015

      Ég fékk þessa í Bauhaus fyrir nokkrum mánuðum, þeir voru með nokkrar týpur:)

  2. María Rut Dýrfjörð

    29. August 2015

    Bravó fyrir framtaksseminni og fyrir góðu mottói!

  3. ..

    30. August 2015

    Hvaðan er blómapotturinn í glugganum ?

  4. Tinna Stefànsdòttir

    1. September 2015

    Sniðugt og flott mottó. Þarna gafstu mér frábæra hugmynd ☺️