fbpx

FERÐAKERRU MEÐMÆLI : CYBEX EEZY TWIST 360°

PersónulegtSamstarf

Að ferðast til útlanda með fjölskyldunni er án efa það skemmtilegasta sem hægt er að gera en það þarf jú óhjákvæmilega að huga að ólíkum þörfum sérstaklega með lítil börn. Dóttir mín hún Birta Katrín er nýorðin tveggja ára og tekur enn sína lúra og því kíkti ég í leiðangur í Nine Kids til að finna ferðakerru til að taka með okkur til Billund í Danmörku (öll ferðasagan er væntanleg)♡ Ég týmdi alls ekki að fara með uppáhalds Cybex blómakerruna okkar því hún hefði þurft að fara með öllum töskunum og erfitt að treysta á að vel sé farið með þessa stóru hluti á erlendum flugvöllum.

Það var því mikill kostur þegar ég komst að því að Cybex framleiðir mjög góðar ferðakerrur sem leggjast það vel saman að þær passa í farangurshólfin fyrir ofan sætin í vélinni! Kerran sem ég valdi er Cybex Eezy Twist S en Cybex Libelle kerrurnar eru líka mjög flottar. Mæli með að skoða báðar.

Ég er algjörlega heilluð af þessari kerru og þeim ótalkostum sem hún býr yfir en þar má nefna:

  • Kerran leggst saman á mjög auðveldan hátt
  • Hægt að taka með í handfarangur inn í flugvél og geyma fyrir ofan sæti
  • Er mjög létt og meðfærileg
  • Hægt er að snúa kerrustykkinu í 360° og barnið getur því snúið fram eða að foreldri
  • Hægt er að leggja bakið alveg niður fyrir lúrinn
  • Lítið rennt hólf er á baki kerrunar sem hægt er að geyma í veski eða síma. 
  • Rúmgott pláss undir kerru undir skiptitösku, nesti og fleira

Þetta er kerra sem hefur síðan við vorum í Danmörku fengið að fara með okkur t.d. í bústaðinn þar sem hún tekur töluvert minna pláss í skottinu á bílnum og því þægilegur kostur þegar ég veit að við verðum á flakki sérstaklega í sumarfríinu og verður því mögulega geymd í bílnum næstu vikur ♡

Hér að ofan má sjá hvað það fer vel um kerruna fyrir ofan sætið, fer ótrúlega lítið fyrir henni.

Spenntust að fara í fyrsta sinn í flugvél en við fórum til Billund í Legoland sem ég hlakka mikið til að segja ykkur betur frá.

Það var mjög erfitt að sofna þegar það var svona gaman í Legolandi haha en við vorum alveg hætt að þrjóskast við að láta hana sofa á “réttum tíma” og sofnaði hún því bara þegar henni hentaði. Sem betur fer afskaplega skapgóð og því hentaði það okkur ágætlega:)

Stund milli stríða – við mæðgur slökum á meðan allir hinir voru í tækjum

Mjög spennandi að keyra sjálf kerruna, en kerran er hönnuð þannig að mjög erfitt væri að velta henni og því var ég örugg að leyfa Birtu að leika smá með hana og alla tívolí bangsana sem hún og Bjartur unnu.

Ég tók með flugnanetið af hinni Cybex kerrunni okkar sem var gott að hafa við höndina en mér finnst það oft hjálpa að gera aðeins meira myrkur til að sofna, en eins og sjá má á myndinni að ofan var það ekki nauðsynlegt:)

Eitt ráð sem ég hef er að kaupa með poka/tösku utan um kerruna, þannig leggst hún sem best saman. Við virðumst vera svo heppin að það er óvenju góð þjónusta að mínu mati hér á Keflavíkurflugvelli og enginn spurði að neinu varðandi handfarangurinn, en á heimleið frá Danmörku þá þurfti ég að tala til konurnar í innrituninni og sanna fyrir þeim að kerran yrði víst nógu lítil samanbrotin til að passa í handfarangurshólfið. En eftir að hafa sýnt þeim þá gekk allt smurt fyrir sig og dönsku innritunardömurnar eru líklega búnar að fjárfesta í svona ferðakerru fyrir sín börn;)

Fyrir allar upplýsingar varðandi ferðakerruna smelltu þá hér eða kíktu við hjá Nine kids og prófaðu! Kerran fær að minnsta kosti öll mín meðmæli:)

BJART & FALLEGT HEIMILI MEÐ RÓMANTÍSKUM BLÆ

Skrifa Innlegg